Dansgólfið

6. sept 2019

Skandi­nav­ía er mætt á Nova TV

Losaðu þig við myndlykilinn, fáðu hyggelega áskrift á 890 kr. á mánuði og úðaðu í þig skandinavísku gúmmelaði!

Skandinavía er mætt á Nova TV

Já þið lásuð rétt, skandinavísku stöðvarnar eru mættar á Nova TV.

Núna er hægt að hafa það hyggeligt í haustlægðinni, fylgjast með Barnaby ráða gátuna, háma í sig raunveruleikaþætti og rifja upp barnaskóla dönskuna í leiðinni fyrir aðeins 890 kr. á mánuði.

Stöðvarnar sem eru innifaldar í Skandinavíu pakkanum eru DR1, DR2, DR3, NRK1, NRK2, SVT1 og SVT2. Sannkölluð norræn veisla!

Það er einfalt að kaupa áskrift í gegnum Nova TV og hún virkjast med det samme!

  1. Skráir þig inn á www.novatv.is
  2. Velur þá áskrift sem þú vilt
  3. Setur inn upplýsingar og greiðslukort
  4. Byrjar að glápa

Áskriftir virkjast frá og með þeim degi sem keypt er og endurnýjast á 30 daga fresti. Alveg eins og á Netflix! Aðeins er hægt er að kaupa áskriftir á vefnum.

Nova TV gefur þér einnig aðgang að öllum helstu sjónvarpsstöðvum á Íslandi á einum stað, bæði opnum og með áskrift, í HD gæðum og þú borgar ekkert fyrir óþarfa myndlykil.

Vi ses på Nova TV!

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri
norrænu stöðvarnar
skandinavía
skandinavísku stöðvarnar