Dansgólfið

21. ágúst 2020

Skólinn snýr aftur!

Skólinn er að fara á flug svo það er um að gera að hafa græjurnar í góðu og gíra sig almennilega upp fyrir komandi fjarnám, heimavinnu og allt sem því fylgir!

Það má ekki gleyma því að þú getur komið með gömlu tölvuna, símann, spjaldtölvuna eða snjallúrið í endurgræðslu til okkar, við metum tækið og þú færð inneign hjá Nova sem þú getur notað upp í glænýja græju!

Fartölvur

Hvort sem þú ert Apple eða Samsung týpan þá erum við með tölvuna fyrir þig. Þarftu létta og meðfærilega tölvu eða einhverja kraftmikla sem getur keyrt fjöldan allan af forritum án þess að pústa?

Skoðaðu úrvalið!

Heyrnartól

Við mælum með að vera með heyrnartól sem henta þér. Ef þú átt erfitt með að einbeita þér gætu hljóðeinangrandi tól verið málið fyrir þig, ef þú ert að hlusta á fyrirlestra á ferðinni ættir þú kannski að næla þér í létt og meðfærileg heyrnartól.

Finndu heyrnartól sem henta þér!

Snjallúr

Að hafa líkamlega og andlega heilsu í topp standi getur skipt sköpum fyrir einbeitinguna í skólanum og árangurinn. Það er um að gera að henda í stutta hugleiðslu á inn á milli og láta úrið minna sig á að standa upp reglulega!

Finndu þitt snjallúr!

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova