Dansgólfið

1. feb 2020

Skráðu þig út í smá stund

Vertu á staðnum

Stundum er ágætt að leggja bara frá sér öll tækin. Skrá sig út í smá stund og horfa aðeins í kringum sig. Það þarf ekki alltaf að fara í símann.

Snjallar stillingar fyrir skjátíma

Finndu þitt jafnvægi, taktu skjáhvíld við og við og upplifðu fullkomið sím–zen. Það er mjög gott að finna jafnvægi á skjátíma og rauntíma, það er sem betur fer lítið mál að fá smá tæknilega aðstoð við það að venja sig örlítið af skjánum.

Screentime er frábær lausn fyrir þá sem vilja minnka símnotkun hjá sér og það eru allskonar útfærslur og möguleikar í boði hvort sem þú villt minnka símanotkun fyrir svefn, á meðan þú ert í vinnunni eða bara heilt yfir. Þú getur sett inn hversu löngum tíma þú villt eyða í símanum, hvort sem það er í sérstökum öppum eða leikjum eða haft það í gangi á sérstökum tímum eins og t.d. á kvöldin.

  • iPhone Þú smellir þér í Settings og þaðan í Screen Time. Þar getur þú valið þau öpp sem þú vilt vera aðeins minna í. Þú einfaldlega stillir hvað þú vilt vera margar mínútur í appinu á dag. Ef þú vilt fara alla leið með þetta þá getur þú fengið góðan félaga til að velja leyninúmer á skjátímann svo þú getir ekki svindlað. Í Screen Time sérðu líka hvað mörgum mínútum þú hefur eytt í skjáinn daglega.
  • Android Í Settings ferðu í Device Care og þaðan í Battery, þar sérðu hversu margar mínútur þú hefur eytt í hvert app. Það er ekki hægt að stilla skjátíma fyrir ákveðin öpp, en eins undarlega og það hljómar að þá er hægt að fá sér Skjátíma app til þess að minnka appnotkunina!

Embedded content: https://vimeo.com/342270785

Við vonum að þið finnið ykkar innra sím-zen!

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova