Dansgólfið

10. ágúst 2022

Snilldar snjalllok­ur frá Samsung!

Snilldar snjalllokur frá Samsung!

Vá! Galaxy Unpacked kynningin hjá Samsung var að klárast og við erum mjög spennt fyrir framhaldinu og viðbótunum við Samsung flotann!

Nýjustu græjurnar í flotanum eru án alls efa Samsung Galaxy Fold 4 og Flip 4 sem halda áfram að ryðja brautina og sigla úfin sjó í snjallsímahafinu.

Þetta snýst um að bogna, en ekki brotna.

Galaxy Fold 4

Nýr og endingarbetri skjár sem býður upp á lengri notkun og fleiri lokanir. Fold 4 kemur í þremur litum: Grágrænum, svörtum og beige. Hægt er að skipta innri skjánum í allt að þrjá glugga sem auðvelda manni lífið og þau sem eru mikið í að multitaska detta í lukkupottinn hér!

Helstu upplýsingar um Samsung Galaxy Fold 4:

120Hz, 7,6” Flex AMOLED skjár. 256GB/512GB/1TB. 12GB RAM. 4400mAh rafhlaða. 50MP/12MP (Wide, Ultrawide og Telephoto) + 10MP Selfie myndavél.

Galaxy Flip 4

Flip 4 býður upp á nýstárlegar aðferðir við myndatökur með síma og býður upp á allskonar fínerí! Flip 4 kemur í fjórum litum: Fjólublár, Grár, Blár og Gylltur. Hann kemur með mun endingarbetri rafhlöðu og ný Bespoke edition útgáfa sem býður upp á fleiri litasamsetningar.

Helstu upplýsingar um Samsung Galaxy Flip4:

120Hz, 6.7” Flex AMOLED skjár. 128GB/256GB/512GB. 8GB RAM. 3700 mAh batterí. 12/12 MP bakmyndavélar (Wide og Ultrawide) + 10MP Selfie myndavél. Snapdragon 8+ Gen 1 örgjörvi.

Galaxy Watch 5

Nýja Samsung Galaxy Watch 5 er með smekklega hönnun í stíl við fyrri útgáfur, en fullt af nýjum fítusum! Endingarbetra batterí, nýr mælir sem fylgist með gæðum svefnsins þíns og að sjálfsögðu nýr og betri mælir sem fylgist með heilsunni þinni.

Galaxy Buds2 Pro

Nýju Galaxy Buds2 Pro voru líka kynnt á Unpacked kynningunni og við erum afar spennt fyrir þeim. Buds 2 Pro eru með 24 bita HiFi hljómgæði sem skilar sér í óviðjafnanlegum hljóm sem lætur þér líða eins og þú sért í stúdíóinu! Ný hönnun sem passar vel í eyra og samtenging á milli allra Samsung tækjanna þinna!

Þú getur horft á Galaxy Unpacked kynninguna frá Samsung hér.

Svo tryggir þú þér þitt eintak með því að kíkja á forsöluna okkar hér.

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari