
Ert þú í námi ? Vilt þú bæta við þig einstakri þekkingu? Hefur þú brennandi áhuga á 5G, fjarskiptum, gervigreind, skýjalausnum og enn meiri tækni!
Nova, Fab Lab og Huawei bjóða tíu nemendum að taka þátt í "Seeds of the future" sem er 8 daga vefnámskeiði sem hefur það markmið að kynna nemum á háskólstigi fjarskiptageirann.
Námskeiðið fer fram 6.-13. nóvember.
Það sem þú gerir á námskeiðinu
- 8 dagar af net-námskeiðum, bæði fyrirfram upptekin námskeið og námskeið í beinni með spennandi umræðum. Hér er miðað við 2-3 klst á dag.
- Þú lærir helling um allt sem viðkemur tækni, þar með talið 5G, upplýsinga- og fjarskiptatækni, Internet hlutanna (Internet of things), stefnumótandi leiðtogaþjálfun og straumlínulögun netrekstrar.
- Þú tekur þátt í hópverkefni sem ber heitið Tech4Good sem eflir teymisvinnu og skoðar hvernig hægt er að beita tækni til að leysa félagslegar þarfir.
- Nánari upplýsingar um námskeiðið hér!
Hvernig sæki ég um? Til að sækja um þarf að skila inn:
- Ferilskrá með upplýsingum um námsárangur
- Kynningarbréfi (hámark ein blaðsíða).
Umsókn sendir þú á [email protected] Umsóknarfrestur rennur út 20. oktober 2023.
Kynningarbréfið þarf að sýna:
- Hvað hvetur þig til að sækja um námskeiðið?
- Hvað vonar þú að læra/upplifa með því að taka þátt í námskeiðinu Seeds of the Future?
- Hvað finnst þér áhugaverðast við Huawei?
- Af hverju þú værir frábær fulltrúi til að taka þátt í verkefninu.
Nemendur sem eru á öðru ári eða lengra komnir í sínu háskólanámi geta sótt um og verða tíu umsækjendur valdir. Dómnefnd frá Nova og Huawei á Íslandi fara yfir innsendar umsóknir og velja tíu nemendur.