Dansgólfið

31. ágúst 2020

Spenn­andi tækifæri fyrir námsmenn!

Spennandi tækifæri fyrir námsmenn!

Ert þú í námi og vilt endalaust bæta við þig einstakri þekkingu? Hefur þú áhuga á Asíumarkaðnum og langar að heyra hvernig hlutirnir líta út fyrir fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum?

Nova og Huawei bjóða tíu nemendum að taka þátt í 5 daga vefnámskeiði sem ber heitið ‘Seeds for the Future’ og hefur það markmið að kynna nemum starfstækifæri í fjarskiptageiranum.

Á námskeiðinu munu nemendur:

  • Fá innsýn í sögu Huawei og tækniþróun, þar með talið heimsóknir og sýndarferðir í sýningarsali Huawei, háskólasvæðið og verslanir þeirra.
  • Fá þjálfun í lykil tæknilausnum Huawei, þar á meðal 5G, skýjalausnum og gervigreind.
  • Heyra frá sérfræðingum Huawei sem munu deila sinni sýn á fjölmörgum viðfangsefnum, allt frá netöryggi til stafrænna umbreytinga.
  • Fá innsýn inn í venjur og líf reynslubolta í tæknigeiranum, læra að vinna í þvermenningarlegu umhverfi og fá skilning á stefnumótandi forystu.

Embedded content: https://vimeo.com/455554456

Hvernig sæki ég um?

Til að sækja um þarf að skila inn ferilskrá með námsárangri ásamt kynningarbréfi (hámark ein blaðsíða) sem rökstuðning um af hverju þú ættir að verða fyrir valinu. Rökstuðningurinn þarf að sýna fram á áhuga á Kína, fjarskiptatækni og af hverju þú værir kjörin(n) fulltrúi til að taka þátt í verkefninu. Umsókn skal send á skraning@nova.is

Nemendur sem eru á öðru ári eða lengra komnir í sínu háskólanámi geta sótt um og verða tíu umsækjendur valdir. Dómnefnd skipuð framkvæmdastjóra tæknisviðs Nova og fleirum munu fara yfir innsendar umsóknir og velja tíu nemendur.

Umsóknarfrestur rennur út þann 4. október.