Dansgólfið

5. jan 2021

Sterka sterka mín!

Sterka sterka mín!

Í Jánúar ætlum við að nota stærsta læk í heimi, hrósið! Við hvetjum alla til að minnka kommenta á útlit en frasar eins og sæta sæta eru orðnir örlítið þreyttir og við getum alveg fundið upp á einhverju uppbyggilegra, fjölbreyttara og skemmtilegra. Afhverju segir enginn sterka sterka? Eða klára klára?

Hér koma nokkrar tillögur að hrósum sem er hægt að senda út um allar trissur á netinu eða hreinlega í persónu ef einhver kemur þér á óvart eða á skilið falleg orð.

 • Frumlegasti minn
 • Gáfaðasta mín
 • Smekkmenni / Smekkkvendi
 • Netta hugdetta
 • Snjalla snjalla
 • Hugrakka himnasending
 • Frumlegi fagurkeri
 • Hæfileikaríki hugsuður
 • Kærleikskonungur
 • Kapteinn hugarflug
 • Hugljúfa hugrakka mín
 • Dásemdardrottning
 • Skipulagði skipulagði
 • Yfirgengilega yndislegur
 • Gargandi góð og glimrandi
 • Undursamlega umhyggjusama
 • Dýrmæta dýrmæta
 • Sjálfstæða mín
 • Uppáhalds prakkarinn minn
 • Hugsjóna hrókur

Leyfið hrósunum að flæða í Jánúar!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri