Dansgólfið

12. ágúst 2022

Það er alvöru hraði um allt land!

Það er alvöru hraði um allt land! 

Það gleður okkur að tilkynna að við höldum áfram að víkka út 5G dreifikerfið okkar á Íslandi. Núna höfum við sett í loftið 5G net á Ólafsfirði, Siglufirði, Sauðárkrók, Blönduós, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Hveragerði, Hvolsvelli, Vík og Eskifirði.

Þessir staðir eru okkur afar mikilvægir til að viðhalda og byggja upp 5G kerfið okkar ásamt því að geta áfram veitt bestu mögulegu þjónustuna á þessu svæði ásamt því að bjóða upp á háhraða nettengingu.

Við munum halda áfram að stækka þjónustusvæðið okkar þar sem þörf er á aukinni afkastagetu. Nú hafa 65 sendar þegar verið settir upp í öllum landshlutum og er áætlað að þeir verði orðnir 200 árið 2024.

5g kort_blogg

Við bjóðum 5G tengingar fyrir heimili til að þjóta um internetið á mun meiri hraða en áður! Svo getur þú að sjálfsögðu vafrað á 5G neti í farsímanum þínum ef hann er splunkunýr og styður 5G! Skoðaðu þjónustusvæði 5G hjá Nova.

Það skemmir ekki fyrir að það þarf bara að stinga í samband til að fljúga um á internetinu á ofurhraða!

Vertu því með puttann á púlsinum, tryggðu þér 5G tengingu strax í dag og þú þýtur um internetið í fluggír!

Þú færð 5G hjá Nova!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri