Dansgólfið

4. nóv 2020

Það er úrkoma á næstunni hjá Nova!

Það er úrkoma á næstunni hjá Nova!

Við getum ekki beðið eftir að bjóða upp á eSIM nettengd Apple Watch Series 6 sem er smekkfullt af ótrúlegri tækni sem eykur lífsgæðin og leikgleðina til muna. Við munum líka bjóða uppá Apple Watch SE, en í því úri er hönnun, tækni og gæðum pakkað fullkomlega saman.

Stóru fréttirnar eru að Úrlausn fyrir Apple Watch mætir á svæðið innan skamms, þá getur þú skilið símann eftir heima og farið út að leika með nettengt snjallúr! Þú getur smellt þér á forskráningarlista fyrir Apple Watch Series 6 og Apple Watch SE á nova.is og við látum þig svo vita þegar græjan mætir á svæðið! Úrið er allt sem þú þarft!

Apple Watch Series 6

Apple Watch Series 6 inniheldur magnaðan blóðsúrefnisskynjara sem gefur þér enn meiri innsýn inn í heilsuna og úrið skartar glæsilegum hugbúnaðaruppfærslum, þar á meðal hraðari S6 System in Package (SiP) og næstu kynslóð Always-On hæðarmæli sem gefur rauntíma hækkun allan liðlangan daginn. Apple Watch Series 6 kemur í fallegum áferðum, þar á meðal nýjum bláum og rauðum lit og svo er ótrúlega úrval af ólum! WatchOS 7 mætir með svefnrakningu, handþvotta skynjara, nýjar tegundir af æfinga prógrömmum og margt fleira sem hvetur þig til að vera virkari, vera í frábæru sambandi og hafa auga á heilsunni á nýjan og endurbættan hátt.

Apple Watch SE

Apple Watch SE pakkar eiginleikum Apple Watch í nútímalega hönnun sem þú átt eftir að elska - allt á frábæru verði. Úrið er gert úr 100% endurunnu áli sem kemur í þremur fallegum áferðum og er með stóran og fullkominn Retina skjá. Úrið er með sama seguláttavita og Always-On hæðarmæli og Apple Watch Series 6. Með watchOS 7 færðu innbyggðan áttavita til að bæta mælingar í útivistinni, detti skynjara og fleira, Apple Watch SE hjálpar þér að vera í sambandi, vera virkari og fylgjast með heilsunni.

Smelltu þér á lista og vertu með þeim fyrstu sem næla sér í nettengt snjallúr. Toppaðu svo allt með Úrlausn hjá Nova, skildu símann eftir heima því úrið er allt sem þarf!

Mynd af Magnús Árnason
Magnús Árnason
Framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar