Götuboltavöllur Nova á Miðbakka við höfnina hefur verið vígður og boltasumarið 2023 formlega sett!
Íslandsmeistarar Vals og Tindastóls vígðu völlinn með æsispennandi körfuboltaleikjum, og kvöldið endaði á tónleikum með Daniil & Joey Christ og almennu boltabrjálæði!
Það verður heljarinnar dagskrá á vellinum í allt sumar og við hvetjum þig til að skella þér á völlinn með vinahópnum eða fjöllunni og leyfa gleymdum og gröfnum hæfileikum að láta ljós sitt skína!
Meðal þess sem er á dagskrá eru tónleikar, markaðir, keppnir og margt fleira. Tilvalið til þess að njóta í sumar og fara út að leika!
Næst á dagskrá er svo Götuboltamót Nova þann 15. júlí!
Keppt verður í 2 á móti 2 á eina körfu, klassískur götubolti. Sérútnefndur Götuboltastjóri verður Tommi Steindórs sem verður á mæknum að lýsa því helsta sem verður í gangi á vellinu hverju sinni ásamt því að vera alvaldur með reglubókina á lofti!
Einungis 16 lið komast að og það verður dregið úr liðspottinum. Úrvalsdeildarleikmenn verða að vera á bekknum í þessu móti. Við munum hafa samband við liðin sem verða dregin til að staðfesta þátttöku á mótinu.
Fylgstu vel með, rífðu fram stuttbuxurnar og körfuboltann og sökktu einum þristi á Götuboltavelli Nova í sumar!