Dansgólfið

22. mars 2020

Uppklapp: 20 daga tónleikaröð!

Uppklapp: 20 daga tónleikaröð!

Stærsti skemmtistaður í heimi er ekkert án tónlistar og dansinn stoppar ekki!

Við hjá Nova elskum tónlist og viljum stíga inn á þessum skrítnu tímum og styðja við íslenskt tónlistarfólk með þeim hætti sem við kunnum best.

Tónleikar daglega í 20 daga!

Fjölbreytt flóra íslenskra tónlistarmanna mun koma fram daglega á Instagram, veita okkur innsýn inn í lífið, samkomubannið og auðvitað enda á stuttu giggi.

Nú er opin sér rás Nova TV þar sem þú getur stutt við íslenskt tónlistarfólk með því að kaupa aðgang og færð þá öll giggin beint í æð. Frábær upplyfting í samkomubanni og öll áskriftarsala af rásinni rennur beinustu leið til þeirra tónlistarmanna sem eiga efni inná rásinni.

Tökum höndum saman og styðjum við íslenskt tónlistarfólk! #égelskatónlist

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri