Dansgólfið

12. jan 2022

Vefversl­un Nova

Vefverslun Nova

Við elskum að versla á netinu! Það er ekkert eins þægilegt eða einfalt eins og að versla í vefverslunum og stjórna því hvort maður sækir eða vill fá sent! Þær eru nefnilega alltaf að verða algengari og betri.

Vefverslun Nova vill ekki verða útundan og við leggjum mikið kapp á að upplifunin sé eins góð og hægt er og fljótlegt og þægilegt að versla hjá okkur á netinu.

Við höfum sóttar vörur tilbúnar til afhendingar í verslun samdægurs, já og ef þú vilt fá nýja dótið þitt sent heim þá er það barasta minnsta málið! Ef þú býrð utan höfuðborgarsvæðisins þá þarftu bara að bíða í örfáa daga!

Við sjáum um að pakkinn þinn komist til skila fljótt og örugglega og þú getur farið að leika með nýja dótið þitt strax!

Ef þú vilt koma í heimsókn til okkar og ná þér í Frítt Stöff í leiðinni þegar þú sækir pakkann getur þú fengið vöruna til þín út í bíl og sleppt öllu veseninu við að bíða í röð!

Það frábærasta við vefverslun Nova er að það er bara minnsta mál í heimi að skila vörunni eða fá henni skipt, gegn því að tækið sé enn í umbúðunum, óopnað, ónotað og skínandi fínt. Sé búið að opna umbúðir er hægt að taka tækið aftur inn gegn allt að 80% endurgreiðslu.

Vefverslun Nova er því prýðis staður til að leggja leið sína á nýju ári!

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari