Dansgólfið

19. jan 2022

Vertu á staðnum!

Við búum í samfélagi þar sem hraðinn er orðinn ógnvænlegur og stress, kvíði og neikvæðar tilfinningar taka alltof mikið pláss í okkar lífi.

Þess vegna getur verið gott að staldra örlítið við og muna að anda og lifa í núinu. Við erum nefnilega alltof löt við það að leyfa okkur að slaka á og njóta augnabliksins.

Internetið, samfélagsmiðlar og snjallgræjur eru frábærir hlutir en við viljum ekki að þeir taki yfir lífið! Við viljum að þeir einfaldi lífið og aðstoði okkur við að hámarka afköst og okkur sjálf.

Þetta er því eins og gamla góða tuggan segir: Allt er gott í hófi!

Við hjá Nova viljum eindregið aðstoða þig við að ná þessu sím-zeni sem við mælum svo mikið með og því er vefverslunin okkar stútfull af allskonar geðgóðum vörum sem vinna að því að koma á jafnvægi í lífinu á milli skjátíma og skemmtunar! Verum til staðar fyrir fólkið okkar og upplifum lífið í rauntíma, ekki í gegnum skjáinn!

Vertu á staðnum!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri