
Vinatónar taka sviðið í Nova appinu
Manstu eftir vinatónum? Þeir eru orðnir þægilegri og einfaldari en nokkru sinni fyrr því nú eru þeir stillanlegir í Nova appinu.
Við erum búin að setja vinatóna Nova í glænýjan búning og nýtt umhverfi. Nú geturðu valið lag, breytt eða prófað eitthvað nýtt með örfáum smellum í Nova appinu.
Fullt af ferskum og nýjum tónum, nýjustu lögin, klassískar slagarar, skemtilegir sketsar og allt þar á milli. Hvort sem þú ert í partýstemmningu, píanóballöðum eða íslensku hiphoppi – þá getur þú fundið vinatón sem smellpassar við þig.
Svo af hverju að láta vini þína bíða með gamla sóninn þegar þú getur látið þá fá nýjasta tóninn, fyndinn skets eða gamla lagið ykkar?
Opnaðu Nova appið og settu tón í tilveruna sem hljómar þegar vinirnir hringja í þig!