Farsímaþjónusta

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki í farsímann þinn!

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Hægt er að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu og einfaldað lífið! Þú getur virkjað rafræn skilríki í verslunum Nova gegn framvísun löggildra skilríkja!

Skrunaðu

Hvað eru rafræn skilríki?

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Hægt er að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu og jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum og undirrita skjöl.

Hvað eru rafræn skilríki?

Hvar get ég virkjað rafræn skilríki hjá Nova?

Rafræn skilríki eru virkjuð í verslunum Nova, og mundu eftir því að bóka tíma og taka löggilt skilríki með þér, t.d. ökuskírteini eða vegabréf.

Hvar get ég virkjað rafræn skilríki hjá Nova?

Hvernig bóka ég tíma í virkjun rafrænna skilríkja?

Þú ferð einfaldlega inn á noona.is/nova og bókar tíma í virkjun rafrænna skilríkja hjá okkur á þeim tíma sem þér hentar! Svo bara mætir þú og við virkjum! Mundu bara eftir gildum persónuskilríkjum, því rafræn skilríki í farsíma tökum við ekki gild.

Hvernig bóka ég tíma í virkjun rafrænna skilríkja?

Þarf ég nýtt símkort til að virkja rafræn skilríki?

Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf símkortið þitt að styðja þjónustuna. Þú getur athugað hvort símkortið þitt styðji rafræn skilríki á vef Auðkennis.

Þú getur nálgast nýtt símkort í næstu verslun Nova. Ef þú þarft að fá nýtt símkort sent heim til þín þá getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is!

Við mælum með auðkennisappinu ef þú notar eSIM, en þá þarftu að virkja rafræn skilríki á símkorti og sækja appið áður en þú virkjar eSIM.

Þarf ég nýtt símkort til að virkja rafræn skilríki?