nav-trigger
navigateupTil baka

Rafræn skilríki hjá Nova

Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf símkortið þitt að styðja þjónustuna. Þú getur smellt hér til að kanna hvort símkortið þitt styðji rafræn skilríki.

Ef kortið þitt styður EKKI rafræn skilríki komdu þá við í næstu verslun eða hafðu samband við þjónustuver Nova og við sendum nýtt símkort til þín.

1. Þú færð frá okkur nýtt símkort sem styður rafræn skilríki.2. Það þarf að virkja nýja kortið og taka það í notkun.3. Í framhaldi af því ferð þú í bankann þinn og færð rafræn skilríki frá Auðkenni virkjuð í farsímann.4. Hafðu farsímann þinn, gilt ökuskírteini eða vegabréf með í bankann.

Aðstoð

Spurt og svarað

Get ég fengið rafræn skilríki án þess að hafa þau í farsímanum mínum?
Já, þú getur einnig fengið Einkaskilríki Auðkennis, sjá nánar hér.
Hvað kostar að fá nýtt símkort?
Nýtt símkort kostar 990 kr.
Hvað kostar að fá rafræn skilríki í farsímann?
Fyrirtækið Auðkenni sem gefur út rafræn skilríki mun ekki innheimta gjald af skilríkjunum á árinu 2015.
Hvað kostar að nota rafræn skilríki í farsímanum?
Notkun á rafrænum skilríkjum til auðkenningar í farsíma innanlands er 0 kr. sjá nánar í verðskrá.
Hvar er hægt að virkja rafræn skilríki?
Þú ferð í bankann þinn til að fá rafræn skilríki virkjuð á nýja símkortið í farsímanum. Vertu viss um að hafa farsímann þinn, gilt ökuskírteini eða vegabréf með í bankann.
Virka rafræn skilríki á allar gerðir af farsímum?
Já, rafræn skilríki virka í nánast öllum farsímum. Á vef Auðkennis má sjá lista yfir farsíma sem sem vitað er að eigi í erfiðleikum með að nota rafræn skilríki.
Get ég verið með rafræn skilríki á Nova netsímanúmerið mitt (iPad)?
Til að byrja með eru rafræn skilríki hjá Nova eingöngu fyrir farsíma.
Hvað gerist ef ég týni símanum eftir að hafa fengið rafræn skilríki?
Þú verður að tilkynna okkur það strax ef þú týnir símanum þínum og láta loka fyrir númerið. Þá lokast líka sjálfkrafa fyrir rafrænu skilríkin.
Hvað gerist ef viðskiptavinur skiptir um símfyrirtæki eftir að búið er að virkja rafrænu skilríkin?
Rafrænu skilríkin eru tengd símkortinu og í hvert skipti sem nýtt símkort er tekið í notkun þarf að virkja ný rafræn skilríki.
Nánari upplýsingar, spurningar og svör um rafræn skilríki má finna hér.

Flytja tengiliði af símkorti

Að skipta um símkort