Farsímaþjónusta

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki í farsímann þinn!

Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf símkortið þitt að styðja þjónustuna. Hér getur þú athugað hvort símkortið þitt styðji rafræn skilríki.

NOVA-Vefur-Simi Audkenni
Skrunaðu

Vegna COVID-19

Hægt er að bóka tíma hjá bankanum þínum vegna rafrænna skilríkja og Auðkenni opnar einnig þjónustustöð í Kringlunni 1. apríl, ekkert aprílgabb með það! Nánari upplýsingar má nálgast á Auðkennis.

Þarftu nýtt símkort?

Ef kortið þitt styður ekki rafræn skilríki muntu fá nýtt þegar rafræn skilríki eru virkjuð í farsímann í bankanum eða hjá Auðkenni.

Hvað kostar að nota rafræn skilríki?

Það kostar ekkert að nota rafræn skilríki innanlands. Notkun rafrænna skilríkja erlendis fylgir verðskrá í hverju landi, 1 SMS pr. notkun.

Nánari upplýsingar um rafræn skilríki á vef Auðkennis.