Netið
Netþjónusta hjá Nova
Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.
4G hjá Nova
Hvað er 4G?
4G netþjónusta er nettenging sem nýtir sér hratt 4G netsamband Nova, víðsvegar um landið. 4G net getur náð mjög fínum hraða, eða allt frá 25 megabitum á sekúndu og upp í 50 megabita við eðlilegar aðstæður. Það er nóg til að streyma 4K myndefni við góðar aðstæður, og gott betur. Einnig er mjög snarpur svartími á 4G eða um 10–30 millisekúndur.
Hver er munurinn á 4G og 4.5G?
4.5G er næsta kynslóð farsímakerfa og býður upp á enn meiri hraða en 4G eða 1.000 megabita á hverjum farsímasendi í stað 250 megabita. 4.5G netþjónusta á farsímaneti er því frábær valkostur í stað hefðbundinnar heimatengingar.
4G sem heimanet?
Fyrir heimili eða fyrirtæki sem vilja öflugt háhraða net ættu að fá sér 4G eða 4.5G box. Boxið er öflugur ráter sem aðeins þarf að stinga í samband við rafmagn, einfaldara gerist það ekki!
4G box og 4.5G box eru ráterar sem aðeins þarf að stinga í samband við rafmagn og þú færð blússandi þráðlaust netsamband sem allt að 64 tæki geta tengst. Einnig bjóða boxin upp á netsnúrusamband fyrir fjórar tölvur.
4G box styður allt að 300 Mb/s og 4.5G box styður allt að 600 Mb/s. Hægt er að velja um að kaupa græjurnar með eða án þjónustusamning. Einnig er nú hægt að leigja 4.5G box í stað þess að kaupa! Best er að heyra í okkur til þess á netspjallinu eða þjónustuver okkar í síma 519 1919.
Get ég notað 4G ráterin minn hvar sem er?
Farsíma- og netkerfi Nova nær til yfir 98% landsmanna! Þú getur skoðað þjónustusvæði Nova hér og meira að segja flett upp heimilisfangi og séð hvernig sambandið er þar sem þú ert.
Ef sambandið er tæpt þar sem þú ætlar að nota 4G eða 4.5G boxið þá erum við með Loftbelg sem er 4.5G box með áföstu loftneti.
Fyrir þá sem eru á ferðinni og vilja tengja mörg tæki, þá er 4G hneta málið. Hnetan er í raun 4G ráter með rafhlöðu og þráðlausu neti þannig fleiri en eitt tæki geta tengst.