Netið

5G Net

Framtíð í fimmta gír!

Þann 5.5.2020 fór 5G í loftið hjá Nova, fyrst á Íslandi. Við byrjuðum prófanir í febrúar 2019 og nú er uppbygging á þjónustusvæði 5G í blússandi gangi, við erum rétt að byrja!

Skrunaðu

5G heimanet!

Vestmannaeyjar, Hella og Sandgerði geta nú verið með háhraða heimanet á 5G. Það er ofureinfalt að taka 5G heimanet hjá Nova í notkun, þú bara stingur í samband og byrjar að þjóta um netið.

m5-graph

Uppbygging á 5G þjónustusvæði

Við hófum prófanir á 5G í febrúar 2019 og 5.5.2020 var 5G formlega sett í loftið hjá Nova. Sendarnir sem komnir eru í loftið eru í nágrenni við Lágmúla, við erum rétt að byrja og höldum markvisst áfram að stækka þjónustusvæðið okkar þar sem þörf er á aukinni afkastagetu.

content-image

Framtíð í fimmta gír

5G er framtíðin og við viljum tryggja að þú sért klár fyrir allt sem framtíðin býður upp á! Blússandi háhraðatenging sem býður upp á meiri afköst, meiri nákvæmni, styttri svartíma og fleiri samtíma-tengingar fyrir allskonar tæki og farartæki. Fáránlega hratt streymi, háskerpugæði og niðurhal á ofurhraða. Þú getur spilað tölvuleiki í bestu mögulegu gæðum hvort sem þú ert í strætó eða heima við skjáinn.

5G

5G og framtíðin

Það getur enginn spáð fyrir um framtíðina - en með tilkomu 5G opnast stór tækifæri í nýsköpun og tækni, þá verður hægt að búa til samskiptanet á milli tækja á heimilinu og hreinlega farartækja. Ímyndaðu þér snjalla sjálfkeyrandi bíla sem munu losa okkur við endalausar bílaraðir og bið. Þegar ísskápurinn verður tómur gætir þú fengið sjálfkrafa drónaheimsendingu með öllu sem þú þarft. Fjarskurðaðgerðir og hvaðeina! Ef þú getur ímyndað þér það, þá verður það ábyggilega hægt í framtíðinni.

content-image1

Rafíþróttir á næsta stig

5G mun koma tölvuleikjaspilun á næsta stig! Ímyndaðu þér að þú sért að spila Mario Bros og finnur leynileið yfir í næsta heim, það er 5G - og svo fullt af aukaköllum. Þú hleður niður heitustu leikjunum á einu augnabliki. Ekkert hangs og bið eftir að niðurhals mælirinn fari í 100%. 5G lofar okkur minna frosti, hiki og hökti og þú getur spilað hvar sem er, sama þótt allir séu á sama 5G neti og þú!