Netið
Net í bústaðinn
Ofurhraði um allt land!
Þegar þú ert með heimanet hjá Nova færðu ótakmarkað net í bústaðinn á besta dílnum!
Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.
5G hjá Nova
Hvað er 5G?
5G er næsta kynslóð farsímakerfa og færir þér framtíðina i fimmta gír! 5G jafnast nefnilega á við öflugustu ljósleiðaratengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur! Þessi háhraðatenging býður upp á meiri afköst, meiri nákvæmni, styttri svartíma og fleiri samtíma-tengingar fyrir allskonar tæki og farartæki. Fáránlega hratt streymi, háskerpugæði og niðurhal á ofurhraða. Þú getur spilað tölvuleiki í bestu mögulegu gæðum hvort sem þú ert í strætó eða heima við skjáinn. 5G mun breyta leiknum í nýsköpun, tækniþróun, afþreyingu, rafíþróttum, viðskiptum, verslun og ferðalögum. Möguleikarnir eru óteljandi!
Hver er munurinn á 4G, 4.5G og 5G?
Ef þú skilur ekki allt tæknitalið og megabita þá er 4G fínn nethraði og nóg til að streyma hágæða myndböndum við góðar aðstæður og gott betur!
4.5G er uppfært og betra 4G þar sem þú þýtur allt að þrisvar sinnum hraðar um netið og Nova er eina fjarskiptafyrirtækið sem býður upp á 4.5G.
5G er nýjasta kynslóð farsímakerfa þar sem þú færð ljósleiðarahraða á farsímaneti. Á 5G þýtur þú allt að sautján sinnum hraðar um netið en á 4.5G!
Hvar er komið 5G á Íslandi?
5G þjónustusvæði Nova er í blússandi uppbyggingu bæði á landsbyggðinni og innan höfuðborgarsvæðisins. Við erum rétt að byrja og höldum markvisst áfram að stækka þjónustusvæðið okkar þar sem þörf er á aukinni afkastagetu. Skoðaðu þjónustusvæði hjá Nova. 5G er frábær valkostur á svæðum þar sem Ljósleiðari er ekki til staðar, en hraðinn á 5G jafnast nefnilega á við öflugustu ljósleiðaratengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur!
Styður síminn minn 5G?
5G er svo sannarlega mætt í græjurnar. Framleiðendurnir Apple, Samsung, Huawei og Nokia hafa opnað fyrir 5G á farsímum á Íslandi, allir nýjustu símarnir þeirra styðja 5G svo þú getur flogið inn í framtíðina á þeim. Þú getur skoðað hvort símtækið þitt styðji 5G í stillingum og á GSM arena
Er 5G öruggt?
Öryggi skiptir okkur öllu máli! Við fylgjumst mjög vel með umræðunni og leggjum gríðarlega áherslu á áreiðanleika og öryggi kerfa okkar. Við gerum reglulega áhættumat á kerfum Nova og uppfærum það mat með tilliti til umræðunnar. Ennþá hefur ekkert komið fram um óeðlilega eða óásættanlega veikleika og því miður virðist umræðan ákaflega pólitísk. Öryggið er ávallt í fyrirrúmi hjá Nova.
Huawei hefur náð ákveðnu forskoti í 5G tækni og mikilvægt að spila með þeim sem eru framarlega í hverri tækni sem er í boði. Nova byggir kerfi sín á fleiri en einum framleiðanda og hefur átt farsælt tæknisamstarf við Huawei, Cisco, Nokia og fleiri aðila.
Allur okkar búnaður er CE merktur og við fylgjum öllum kröfum Evrópusambandsins við kaup, uppsetningu og rekstur okkar 5G kerfi. Við lútum einnig ýtrustu kröfum frá Geislavörnum Ríkisins og vinnum í samráði og samstarfi við þá varðandi öryggisúttektir og eftirlit. Geislavarnir Ríkisins fylgjast vel með þróun 5G mála erlendis og eru með virka þátttöku í samstarfi norrænna geislavarnastofnana og alþjóðlegu samstarfi innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þar sem fjallað er um 5G og hugsanleg áhrif á fólk og umhverfi.
Áhugasamir geta skoðað fréttir og umfjöllun um 5G á vefsíðu Fjarskiptastofu og spurningar og svör um 5G fjarskiptanet og heilsu af vef WHO og nýjar viðmiðunarreglur ICNIRP fyrir 5G.
Nýtist 5G sem heimatenging?
5G hraði jafnast á við öflugust heimatengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur! Það er ofureinfalt að taka 5G heimanet hjá Nova í notkun, þú bara stingur í samband og byrjar að þjóta um netið. Mundu bara að til að fá besta sambandið þarf ráterinn að vísa að næsta 5G sendi við þig. Prófaðu þig áfram með leiðbeiningum hér eða heyrðu í okkur á netspjallinu til að fá aðstoð!