Öryggi heimilisins hefur aldrei verið ódýrara og snjallara. Héðan í frá þá getur þú verið viss um að fá mestu þægindin, besta dílinn og frábæra þjónustu í heimilisörygginu.
Þess vegna erum við afar spennt að kynna fyrir ykkur SjálfsVörn hjá Nova!
Með frábæru vöruúrvali og góðum grunni höfum við tekið saman samsetningar sem taka mið af stærð húsnæðis, svo þar er gott að byrja. Þú getur svo bætt við eða fækkað vörum og sniðið SjálfsVörnina á þann hátt að hún smellpassi inn á þitt heimili.
Svo er allt þetta í Ajax appinu í símanum þínum sem er einfalt og þægilegt í notkun. Þú færð tilkynningu um leið og eitthvað óvenjulegt á sér stað á heimilinu þegar þú ert að heiman, svo þú færð myndir beint í símann ef hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu ef einhver brýst inn. Slepptu öllum milliliðum!
Þú getur að sjálfsögðu boðið allri fjölskyldunni í appið svo hver einasti fjölskyldumeðlimur getur tekið kerfið af og sett það á eftir hentisemi. Það er hellingur af sniðugum stillingum sem er hægt að útfæra eftir þínu höfði. Sjálfvirkar skipanir og stillingar til að kveika eða slökkva á kerfi, næturstillingar og áminningar ef þú gleymir að kveikja á kerfinu þegar þú ferð að heiman.
Svo þegar þú ferð í frí getur þú líka gefið nágrannanum tímabundinn aðgang að kerfinu. Það er nefnilega allskonar hægt í Ajax appinu.
Rúsínan í pylsuendanum er svo að það er barasta enginn stofnkostnaður eða binditími, uppsetningin á kerfinu er innifalin og þú færð kennslu á Ajax appið svo þú verðir algjörlega sjálfbjarga með SjálfsVörn!
Þú ert því með hágæða heimakerfi og heimilið beintengt við símann!
Vertu þinn eigin öryggisvörður og farðu áhyggjulaus að heiman!