Sjálfs­Vörn - Öryggis­kerfi

Settu saman þitt eigið öryggiskerfi

Púslaðu saman öryggiskerfi sem hentar þínu heimili!

Vertu með snjallöryggið á oddinum og veldu skynjara sem að smellpassa fyrir þitt heimili. Við mælum sérstaklega með snjöllum reykskynjurum og vatnsskynjurum. Ef eitthvað kemur uppá þá færð þú tilkynningu beint í símann þinn og getur þannig komið í veg fyrir allskonar tjón!

Vörur frá Ajax Öryggiskerfum

Hvernig öryggi þarft þú?

SjálfsVörn hjá Nova hentar í allskonar hús, hvort sem þú vilt verja heimilið, bústaðinn eða skrifstofuna. Þú finnur allskonar skynjara frá Ajax sem eru hver öðrum snjallari.

Öruggt heimili!

Hver passar heimilið þegar þú ert á flakkinu? Með SjálfsVörn hjá Nova getur þú haft heimilið og öryggiskerfið í vasanum á meðan þú ert úti að njóta.

Passaðu bústað­inn!

Vertu viss um að allt sé í góðum málum í bústaðnum svo ekkert komi þér á óvart. Þú færð tilkynningu um leið í símann þinn ef öryggiskerfið skynjar að eitthvað grunsamlegt sé í gangi.

Snjallör­ugg skrif­stofa!

Passaðu uppá öll fyrirtækjaleyndarmálin og bissness gögnin. Það er líka hægt að vera með fyrirtækið í vasanum þegar þú tjillar heima, eða í bústaðnum.

Snjall Reykskynjari!

Eldur gefur ekki frá sér hljóð, en snjall reykskynjari lætur þig vita með látum ef eitthvað kemur uppá, líka ef þú ert ekki heima hjá þér! Reykskynjarinn nemur bæði reyk og gufu, og fer í gang ef hitastigið er of hátt í rýminu. Allir reykskynjararnir tala svo saman til að allir vakni örugglega.

Snjall Reykskynjari!

Snjall vatnsnemi!

Komdu í veg fyrir að þurfa að skipta um allt parketið heima hjá þér útaf leka. Þú þekkir ábyggilega einn eða tvo félaga sem hafa lent í því. Já, eða þegar vatnsleiðslurnar í bústaðnum gefa sig og allt fer á flot! Vatnsneminn sendir þér tilkynningu um leið og hann nemur leka. Hann er tilvalinn í eldhúsið undir uppþvottavél eða í þvottahúsið, og að sjálfsögðu í bústaðinn!

Snjall vatnsnemi!

Snjall hreyfiskynjari með myndavél!

Þú vilt vita ef einhver óboðinn gestur býður sér í heimsókn og fer að fikta í dótinu þínu. Hreyfiskynjarinn nemur minnstu hreyfingu en er ekkert að láta gæludýr heimilisins trufla sig. Myndavélin tekur myndir þegar kerfið er á og sendir beint í appið í símanum þínum. Þú vilt hafa þennan öryggisskynjara þar sem verðmæti eru heima, og líka á skrifstofunni og í bústaðnum.

Snjall hreyfiskynjari með myndavél!

Snjall Hurða- og gluggaskynjari!

Nauðsynlegur á allar hurðir, og einnig á glugga þar sem hægt væri að skríða inn. Skynjarar nema ef hurðar eða gluggar eru opnaðir þegar öryggiskerfið er á verði. Svo má líka bara tékka á hvort að krakkarnir séu ekki örugglega komnir heim úr skólanum.

Snjall Hurða- og gluggaskynjari!

Fleiri snjallir skynjarar og aukadót!

Ef þú villt eiga snjallasta húsið í götunni þá eru til allskonar fleiri skynjarar sem gætu smellpassað fyrir þig. Rúðubrotsskynjari, fjarstýring til að kveikja á kerfinu, lyklaborð fyrir heimilisfólk sem er ekki með snjallsíma og innisírena sem lætur þig eða óvelkomna gesti bregða hressilega, og líka útiskynjarar sem þurfa að passa garðinn vel.

Fleiri snjallir skynjarar og aukadót!

Viltu frekar eig’edda öryggiskerfi?

Þá getur þú snarað þér í vefverslun Nova og staðgreitt þau tæki sem þú vilt hafa heima hjá þér. En ef þú velur að kaupa allt klabbið í staðinn fyrir að leigja þá er ekki innifalin uppsetning, ráðgjöf eða kennsla á Ajax appið.

Vörur frá Öryggiskerfi Ajax.

Öryggiskerfið í símanum og þú ferð áhyggjulaus að heiman!

Í Ajax appinu sérðu yfirlit yfir alla skynjara sem eru heima hjá þér og getur stjórnað því hvenær er kveikt og slökkt á öryggiskerfinu. Þú færð tilkynningar beint í appið ef eitthvað óvænt gerist þegar þú ert að heiman, til að mynda sendir vatnsskynjarinn tilkynningu ef eitthvað fer að leka óvænt, eða ef hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu þegar kerfið er á.

Vörur frá Öryggiskerfi Ajax og appið í símanum.

Um Ajax öryggiskerfið

Ajax öryggiskerfið er með Grade 2 vottun og margverðlaunað öryggiskerfi sem tengist beint við appið í snjallsímanum þínum. Grade 2 vottunin þýðir að þetta er lokað kerfi sem dregur úr líkum á því að hægt sé að brjótast inn í kerfið og spilla því á einhvern hátt.

Um Ajax öryggiskerfið