SmartThings hnappur
Með því að smella á hnappinn virkjar þú reglur sem þú hefur búið til í SmartThings appinu.
Það er nauðsynlegt að vera með Smartthings tengistöð til að tengja saman fleiri tæki.

SmartThings | Hnappur
Hvað er SmartThings?
SmartThings eru snjallheimilisgræjur frá Samsung sem hafa fengið einróma lof fyrir einfaldleika og frábært verð. Endilega skoðaðu vöruúrvalið okkar og ef það eru einhverjar spurningar þá vonandi svörum við þeim hér fyrir neðan.
Með hvaða símum virkar þetta?
Þú getur sótt SmartThings appið bæði á Android og iOS tækjum.
Hvernig léttir þetta mér lífið?
SmartThings býður upp á breitt úrval af snjallvörum sem geta aðstoðað þig við ýmiskonar verkefni, hvort sem það er að halda heimilinu heilbrigðu og öruggu eða einfalda þér morgunrútínuna, möguleikarnir eru endalausir.
Hvernig tengi ég SmartThings?
Það er einstaklega auðvelt að tengja saman SmartThings. Þú sækir SmartThings appið í símann þinn, tengir stjórnstöðina og bætir við tækjum. Við hentum í eitt stutt myndband fyrir þig ef þú vilt sjá þetta aðeins betur.
Get ég tengt SmartThings við aðrar vörur ?
Það er ekkert mál að tengja aðrar vörur við SmartThings svo lengi sem SmartThings styðji við þær vörur. Hér er stutt myndband fyrir þig ef þú vilt skoða þetta aðeins betur.
Get ég tengt SmartThings við Philips Hue?
SmartThings getur tengst við hundruði annara framleiðanda á auðveldan máta og auðvitað er Philips Hue hluti af því. Skoðaðu myndbandið hér fyrir ofan til þess að sjá hvað er mögulegt.
Hvernig bý ég til reglur?
Það er mjög einfalt að búa til reglur, hvort sem það er á milli SmartThings vara eða frá öðrum framleiðendum. Þú býrð til þínar reglur í SmartThings appinu.
Hvernig virkar þessi hnappur?
Hnappurinn virkar þannig að hann er með þrjár stillingar, við hverja stillingu getur þú sett eina reglu.
Hvað er regla?
Reglur í snjallheimilum eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Dæmi um einfalda reglu með hnappnum væri að þegar þú ýtir einu sinni á takkann þá slökknar á Philips Hue ljósunum í herberginu.
Þannig þetta er bara ljósrofi?
Alls ekki, þú getur gert þetta flóknara. Þú stillir hnappinn þannig að þegar þú ýtir tvisvar á hann þá dimmast Philips Hue ljósin í stofunni, SmartThings rafmagnstengillinn sem er tengdur við sjónvarpið þitt kveikir á sér og sjónvarpið þar af leiðandi líka.
Þannig ég nota þennan hnapp ekki bara einan og sér?
Nei hann er bundinn þess að vera tengdur við aðrar snjallvörur, enda ertu að búa til reglur með honum.
Get ég ekki gert reglur nema að vera með þennan hnappa?
Jú það er sko ekkert mál, þessi hnappur er bara til að virkja þær á einfaldan máta, svo er hann líka bara svo smekklegur.
Hvernig festi ég þennan hnapp?
Margir hverjir eru með hann lausan svo það sé hægt að hafa hann þar sem maður sjálfur er staddur en aðrir festa hann á vegg. Það er sterkt og gott lím á honum svo þú ættir að geta fest hann hvar sem er, svo lengi sem flöturinn er flatur.
Geturðu gefið mér dæmi um hvernig hnappurinn vinnur með öðrum vörum?
Tengdu hnappinn við Philips Hue ljósin þín Stýrðu ljósastemningunni með einum smelli þegar þig langar að hafa rómantískt með ástinni þinni. Tengdu hnappinn við SmartThings myndavélina Virkjaðu myndavélina með einum smelli þegar þú ferð útúr húsi.