Dansgólfið

29. sept 2017

Það er kominn 8 tími — allt um iPhone 8

“Silki sléttur, glerharður og geggjaður!”

iPhone 8 og iPhone 8 Plus eru mættir í allar verslanir Nova og á Barinn!

“En hvað kostar hann?”

iPhone 8 64 GB 114.990 kr. stgr.
iPhone 8
256 GB 134.990 kr. stgr.
iPhone 8 Plus
64 GB 129.990 kr. stgr.
iPhone 8 Plus
256 GB 154.990 kr. stgr.

50 GB fylgja öllum farsímum hjá Nova!

Hér eru nokkrir mikilvægir hlutir um iPhone 8 og iPhone 8 Plus:

 • 64GB og 256GB geymslupláss
 • Hann kemur í þremur litum
 • iPhone 8: 4.7" RETINA skjár
 • iPhone 8 Plus: 5.5” RETINA skjár
 • IP67 varinn fyrir vatni og ryki
 • A11 Bionic örgjörvi
 • Touch ID
 • Styður þráðlausa hleðslu
 • Hægt að zooma inn á skjáinn
 • 12MP myndavél (aftan á)
 • 7 MP myndavél (framan á)
 • Ný myndaflaga að framan
 • Sjónrænn myndstöðugleiki í myndbandsupptökum
 • Tekur upp 4K myndbönd í 24, 30 og 60 römmum
 • Getur tekið 8MP mynd á meðan þú ert að taka upp myndband
 • Rafhlaða endist í 14 tíma í Apple iPhone 8
 • Rafhlaða endist í 21 tíma í Apple iPhone 8 Plus
 • Hannaður til þess að keyra iOs 11
En hvað vitum við meira um þessa snilldar græju?
Apple iPhone 8 og iPhone 8 Plus

Phil, maðurinn sem kynnti vöruna kom mjög greinilega inn á að þessi sími sé u.m.þ.bl. 70 prósent hraðvirkari heldur en undanfari sinn. Hann er bæði með bakhlið og framhlið úr gleri, en Phil tók það sérstaklega fram að hann sé höggheldari heldur en áður og því ætti fólk ekki að hafa áhyggjur af því.

Myndavélin er með nýjan 12 MP skynjara með innbygðri litasíu sem dregur liti í sig og erir þá skýrari á myndinni. iPhone 8 Plus kemur einnig með tvöfaldri myndavél að framanverðu sem getur tekið víðari ramma og annarri sem er hönnuð í kringum hið klassíska “telephoto” — sem þýðir einfaldlega lengri, en þrengri rammi. Vinnsluminnið fyrir myndbandsupptökur hefur líka fengið mikla yfirferð þannig að hægt sé að brjóta upp myndbönd í rauntíma og taka myndir á meðan þú ert að taka upp myndband. Og við getum líka tekið í fyrsta skiptið, 240 ramma “slow-motion” myndband í 1080p HD.

Eitt af fáum dæmum um AR upplifun í iPhone 8 og iPhone Plus

Gamalt gert að nýju

Atli Már Sveinsson, eigandi og einn af stofnendum leikjaframleiðslufyrirtækisins Directive Games, kynnti inn nýjan “AR” leik sem heitir “The Machines.”

Þar beitir hann snjalltækni sem Apple hefur þróað til þess að varpa fram breyttum raunveruleika (eða Augmented Reality) í nýjum leik sínu.

Í honum stillir þú símanum þínum upp og varpar fram leiknum á flötinn fyrir framan þig.

Myndavélin styður því AR tækni og á þ.a.l að geta breytt raunveruleikanum sem við búum við í þágu tölvuleikja og myndbandsgerðar, beint í gegnum símann þinn.

En hvorn ætlar þú að fá þér? Við erum nefnilega ekki ennþá búin að 8 okkur á því hvað við viljum — en vitum það einfaldlega að þessir símar lofa ótrúlega góðu!

Þangað til næst!


Það er kominn 8 tími — allt um iPhone 8 was originally published in novaisland on Medium, where people are continuing the conversation by highlighting and responding to this story.