Dansgólfið

25. jan 2019

10 ár í röð hjá Nova

Viðskiptavinir Nova mælast þeir ánægðustu, þegar kemur að farsímaþjónustu, samkvæmt íslensku ánægjuvoginni. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, tók við viðurkenningunni á Grand Hóteli nú í morgun en þetta er tíunda árið í röð sem Nova hlýtur þessa viðurkenningu.

10 ár í röð hjá Nova

Nova fékk einkunnina 75,8 af 100 mögulegum sem skilaði Nova í 2. sæti í könnuninni þegar horft er til allra fyrirtækja á Íslandi sem könnunin nær til.

„Við erum stolt og mjög þakklát okkar viðskiptavinum fyrir þessa frábæru einkunn. Markmið okkar hefur verið frá upphafi að viðskiptavinir fái alltaf mest fyrir peninginn og bestu þjónustuna. Þessi viðurkenning er sameiginlegt stolt allra starfsmanna og hvetur okkur áfram. Fyrir hönd 165 starfsmanna Nova segi ég 10x TAKK“.

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup, standa sameiginlega að með það að markmiði að útvega fyrirtækjum samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina.

GSS04263 (2) (1)

Mynd af Magnús Árnason
Magnús Árnason
Framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar