Dansgólfið

2. maí 2023

Besti díllinn á neti í útlöndum hjá Nova!

Í dag ætlum við að segja bless við Ferðapakkann og bjóða splunkuflunku nýja þjónustu velkomna á dansgólfið, Net í útlöndum!

Gamli góði Ferðapakkinn hefur fylgt okkur lengi en nú er kominn tími á bætta upplifun þegar þú notar netið í farsímanum í útlöndum. Við hjá Nova viljum vera fyrst inní framtíðina með snjallari lausnir. Það er mjög auðvelt að hafa bara hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en við viljum skora á normið með nýjum og snjallari lausnum með það að markmiði að vera alltaf bæta okkur og gera ánægðustu viðskiptavinina okkar ennþá ánægðari.

Stór hluti okkar viðskiptavina nýtir sér netið á ferðalögum erlendis og það getur verið flókið að hafa yfirsýn þegar verð eru breytileg eftir því hvort þú sért að ferðast innan EES, í Egyptalandi eða El Salvador. Við höfum tekið upplifunina á neti í útlöndum í gegn. Þannig höfum við einfaldað, lækkað verð og bætt yfirsýn. Þú þarft ekki lengur að skrá þig í ferðapakka til að fá besta verðið, heldur virkar þetta alveg eins og hérna heima á íslandi. Þannig tryggjum við að þú fáir alltaf lang besta dílinn miðað við notkun á flakkinu í útlöndum.

Þú þarft bara að spá í sólarvörnina, vegabréfið og hvað þú ætlar að taka með þér en ekki hvort að síminn sé í standi. Svo nú getur þú notað meira net fyrir minni pening og póstað ennþá fleiri tásumyndum í sólinni.

Þegar þú mætir til útlanda þá þarftu bara að hafa kveikt á Notkun í útlöndum og Net í útlöndum í Nova appinu eða í Stólnum á nova.is. Svo byrjar þú bara að flakka um netið og við látum þig auðvitað vita áður en þú hoppar upp um pakka. Þannig það mun ekkert koma þér á óvart í fríinu.

Ef þú ert skipulagstýpan og villt hafa allt á tandurhreinu fyrir ferðalagið þá getur þú flett upp öllum mögulegum löndum og skoðað verðin fyrir Net í útlöndum.

Farðu áhyggjulaus í ferðalagið, og passaðu passann - því við pössum að þú fáir besta dílinn á netinu í útlöndum!

Þannig við segjum góða ferð, au revoir, god rejse, miłej podróży og hasta la vista beibí!

Mynd af Hafrún Sif Sveinsdóttir
Hafrún Sif Sveinsdóttir
Vörustjóri