Dansgólfið

2. maí 2023

DDoS varnir Nova

DDoS árásir hafa verið mikið í umræðunni síðustu árin, enda ein algengasta tegund netárása í heiminum.

DDoS árasir virka þannig að þær beina mikilli umferð á vefsíðu fórnarlambins sem leiðir til þess að vefsíðan verður óaðgengileg með kostnaði og truflun á þjónustu sem fylgir niðritíma. Þeir sem stjórna árásinni geta síðan krafist greiðslu fyrir að stöðva árásina. Hægt er að framkalla svona mikla net traffík með því að senda flóð af fyrirspurnum frá netþjónum með því t.d. að nota ruslpóst.

Fyrirtækjainternet Nova er búið öflugum árásarvörnum til þess að verjast netárásum. Þannig tryggjum við virkni nettengingar fyrir alla viðskiptavini. Netumferð er í sívirkri vöktun og um leið og við sjáum óeðlilega umferð er brugðist hratt og örugglega við af kerfum Nova.

Nova býður uppá 1.1 Tbps samtengingar við internet þjónustuaðila erlendis, sem eru síaðar í báða enda. Með þessu móti tekur Nova u.þ.b. 60-70% af árásarumferð um leið og árásin hefst.

Fyrsta vörn Nova takmarkar algengustu árásartegundirnar á við icmp flood, tcp port 0, o.fl, sem veldur því að flestar árásir ná ekki lengra en að tengingum við þjónustuaðila Nova.

Því næst skoðar sjálvirk vörn hjá Zayo og NTT netflæði og færir þær IP tölur sem ráðist er á í hreinsun (e. Scrubbing) byggt á Arbor búnaði, sem skila hreinni umferð áfram og veldur því ekki truflun á þjónustu. Þetta er gert í erlendu internet gáttunum svo það hafi ekki áhrif á innlenda umferð. Þetta þýðir að viðskiptavinir Nova geta haldið sínum vefsvæðum og starfsemi gangandi.

Svo í stuttu máli:

Komdu á hraðleið í skýið með Séní hjá Nova. Þú færð tæknigreiningu fyrir þitt fyrirtæki þar sem Séní hjálpar til við að velja skýjalausnir sem styðja við reksturinn og koma þínu fyrirtæki beinustu leið inn á tækniöldina.

Heyrðu í okkur á serlausnir@nova.is eða á nova.is og við ráðleggjum þér eftir bestu getu með sérsniðinni þjónustu fyrir þig og þínar þarfir!

Mynd af Aron Heiðar Steinsson
Aron Heiðar Steinsson
Séní í sérlausnum