Dansgólfið

15. júní 2020

Ert þú risaeðla með örbylgju­loft­net?

Ert þú risaeðla með örbylgjuloftnet?

Við viljum alltaf að þú sért með besta mögulega sambandið og því megum við til með að segja þér söguna um örbylgjuloftnetin sem trufla farsímasamband!

Einu sinni fyrir langa löngu voru sett upp örbylgjuloftnet sem á þeim tíma var það nýjasta og flottasta sem völ var á til þess að glápa á áskriftarsjónvarp Fjölvarpsins. Núna er Fjölvarpið hætt með útsendingar, örbylgjuloftnetin orðin úrelt og geta truflað gæði farsímaþjónustu hvort sem það eru símtöl, skilaboð eða netnotkun.

Loftnetin eru ekki bara að trufla samband heldur eru þau að búa til óþarfa rafmagnskostnað og eldhætta getur skapast í gömlum búnaði sem er farinn að bila.

Þessi gömlu loftnet eru nefnilega smá frekjur og eina leiðin til að þagga niður í þeim er að taka þau niður eða kippa þeim úr sambandi við rafmagn.

Hvað er verið að gera til að redda málunum?

Póst- og fjarskiptastofnun hefur verið að leita að truflunum og hafa sent örbylgjuloftnetsbana af stað til að aftengja búnaðinn sem truflar. Það eru fleiri þúsundir loftneta sem eru að trufla svo við hvetjum þig til að kanna hvort þessi loftnet séu á þínu húsi og aftengja þau. Því auðvitað viljum við að þú sért í frábæru sambandi!

Ef þú vilt vita meira um örbylgjuloftnet, hvernig á að aftengja, hvar þau eru og allt sem þeim tengist þá er Póst- og fjarskiptastofnun með allar upplýsingar fyrir þig!

Hvernig lítur þetta loftnet út og hvar er það?

Svona lítur örbylgjuloftnetið út!

Örbylgjubusters4

Vilt þú fá þitt loftnet niður?

Póst- og fjarskiptastofnun tekur á móti skilaboðum og ábendingum í gegnum Facebook síðuna sína!

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri