Dansgólfið

19. jan 2023

Fáðu smá meira G í líf þitt!

Árið 2020 hófum við vegferð í átt að andlegri vellíðan undir nafninu Geðrækt. Óhófleg notkun snjallsíma á sér dimmari hliðar, eins og margt annað. Snjallsímar eiga nefnilega að einfalda okkur lífið og gera það skemmtilegra, en þeir eiga ekki að taka það yfir! Við viljum nefnilega eiga smá skjáfrí með okkar nánustu og njóta augnabliksins.

Hvað gerir þú þegar þér líður illa? Þetta er spurning sem ætti að vera auðvelt að svara, en við eigum það til að vera feimin að spjalla um þessa hluti. Andleg heilsa, geðrækt og vellíðan á að vera jafn sjálfsagður hlutur og að sinna þér þegar líkaminn kallar. Geðræktin er nefnilega alveg jafn mikilvæg og önnur rækt.

Þess vegna bjóðum við upp á nýjasta undrið í boði Geðhjálpar! G vítamín dropar sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt.

Horfðu inn á við. G vítamínið er með QR-kóða sem beinir þér á G vítamín dagsins, dagleg hollráð til þess að stunda geðræktina. Svo getur þú ilmað unaðslega vel í þokkabót!

"Taktu vítamínið þitt" er að fá alveg nýja meiningu! Nældu þér í þinn ráðlagða dagskammt strax í dag!

Nánari upplýsingar finnur þú á gvitamin.is!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri