Dansgólfið

31. okt 2022

Gakktu á staðnum hvar sem er!

Með tækninni og öðrum nýjungum hefur okkar hegðun, lífsmynstur og daglegar athafnir breyst mikið.

Það er af sem áður var að við fórum út í fjós alla morgna að mjólka kýrnar og gefa hestunum að éta. Við hreyfðum okkur miklu meira og vorum almennt við betri heilsu.

Í dag situr stór hluti mannkyns hokinn við skrifborð 8 klukkustundir á dag og líkamleg heilsa eftir því.

En ekki meir!

Með Gangbrautinni getur þú slegið tvær flugur í einu höggi! Þú getur fengið hágæða hreyfingu við tölvuna meðan þú vinnur! Þú hreinlega hreyfir þig án þess að taka eftir því.

Gangbrautin er lítið og meðfærilegt göngubretti sem hægt er að brjóta saman og geyma auðveldlega og býður upp á margs konar hraðastillingar sem henta hverjum sem er.

Margir vinnustaðir bjóða upp á upphækkanleg skrifborð sem hafa gjörbreytt vinnuaðstöðu margra, enda gríðarlega þægilegt að geta staðið upp og skipt um stellingu reglulega yfir daginn. Núna getur þú bætt við göngu í vopnabúrið sem þér stendur til boða í vinnunni, eða bara hvar sem er.

Gakktu á staðnum og ræktaðu heilsuna og líkamann - þá verður allt hitt miklu auðveldara!

Fræddu þig um Gangbrautina hér

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari