Dansgólfið

15. des 2021

Geðgóðir pakkar frá Nova

Novalegir pakkar eru til þess gerðir að auka gleði og vellíðan, en það er með því mikilvægara í lífinu. Sumir pakkar stuðla að andlegri heilsu, aðrir að líkamlegri. Allir eiga það samt sameiginlegt að fást hjá Nova.

Bíókort

Það eru fáar gjafir jafnmikil snilld til að lauma með í jólapakkann og Bíókort frá Nova! Bíókortin eru 5 skipta kort sem gilda í Smárabíó og Háskólabíó. Borgaðu minna, og farðu oftar í bíó!

jolablogg_biokort_2021

Hopp Gjafakort

Hopp gjafakortið er frábært fyrir unglingana á heimilinu sem hoppa á milli staða á Hopp! Hopp kortið er inneignarkort sem er skannað með Hopp appinu og færir innistæðuna yfir í appið til að komast á áfangastað.

jolablogg_hoppkort_2021

Pökkur

Pökkur er er æsispennandi leikur á milli tveggja einstaklinga. Hvor um sig hefur leik með 5 pökka. Teygjan er notuð til að skjóta pökkunum í gegnum gatið á miðju borðinu til að skora. Keppnisskapið og gleðin er í fyrirrúmi hér og er frábært spil í jólapakkann.

jolaablogg_pökkur_2021

Nuddbyssa

Ef að kæró er alltaf að biðja um nudd þá er þetta rétta gjöfin! Við mælum með þessari á aðfangadagskvöld til að nudda burt áhyggjurnar og stressið eftir jólatörnina. Það eru róleg og afslöppuð jól framundan!

jolablogg_nuddbyssa_2021

Spjallspjöld

Brjóttu upp spjallið og hafðu gaman með fjölskyldunni um jólin. Skiljum símana eftir í eldhúsinu og eigum góða spjallstund saman. Hvort myndi Pabbi frekar vilja aldrei fá kvef eða aldrei festast í umferð aftur? Hvort myndi amma vilja alltaf vera með hiksta eða næstum því að hnerra?

jolablogg_spjallspjöld_2021

Click and Grow

Hefur þig alltaf dreymt um að rækta þína eigin tómata? Eða salatið með jólamatnum? Það er hægt að rækta sitt eigið grænmeti með skógkassanum. Skógkassinn tengist snjallsímanum og lætur þig vita hvenær þarf að fylla á vatnið, sem gerir græjuna ótrúlega auðvelda í notkun. Hentar vel fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna í grasafræðunum.

jolablogg_skógkassi_2021

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari