Dansgólfið

9. feb 2022

Glæsi­leg­ur, Guðdóm­leg­ur Galaxy

Galaxy Unpacked kynningin á vegum Samsung var að ljúka rétt í þessu þar sem nýju undrin frá Samsung voru afhjúpuð.

Stærstu fréttirnar eru að sjálfsögðu nýja Galaxy línan sem fær nafnið S22 og heldur áfram stöðugum framförum og að marka nýja stefnu í þróun snjallsíma í heiminum!

Um er að ræða þrjá nýja síma í línunni, Samsung Galaxy S22, S22+ og S22 Ultra.

Helstu nýjungarnar eru að allir símarnir eru nú komnir með hraðasta örgjörvann á markaðnum. Þú þeysist um í græjunni á ljóshraða! S22 Ultra kemur nú einnig með S-pen sem gerir alla vinnslu á skjánum auðveldari.

S22 og S22+ koma í 4 litum: Svörtu, hvítu, grænum og bleikum. S22 Ultra kemur í svörtum, hvítum, grænum og vínrauðum.

Allir símarnir styðja 5G að sjálfsögðu og gera þér kleift að vafra á besta mögulega hraðanum!

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari