Dansgólfið

19. jan 2024

Gleði­lega takk­ar­gjörð!

Gleðilega takkargjörðarhátíð!

Við erum stútfull af takklæti yfir því að eiga ánægðustu viðskiptavinina með heimanet og farsíma, 15. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar. Við erum afar stolt af því að vera eina fyrirtækið í sögu Íslensku ánægjuvogarinnar sem hefur unnið 15 ár í röð með marktækum mun og það gefur okkur byr undir báða vængi að gera alltaf betur á hverju ári og spýta í lófana.

Við erum einstaklega takklát okkar frábæru viðskiptavinum fyrir að vera hjá okkur og vera ánægðustu viðskiptavinir landsins. Við trúum því að ánægt starfsfólk skili sér í ánægðum viðskiptavinum. Öll í Nova liðinu eiga í þessari viðurkenningu, sama við hvað við störfum.

Upplifun var fókus ársins 2023 hjá Nova, en framfarir í tækninni búa til aðstæður þar sem við sáum tækifæri í að ráðast í ýmsar úrbætur á kerfum, þjónustu og hreinlega bara hvernig við nálgumst hlutina.

Það er því afar ánægjulegt að þessi vinna hafi orðið til þess að uppskeran sé sigur í Íslensku ánægjuvoginni. Því enn og aftur, við vitum það að slík viðurkenning er hvorki sjálfsögð né í áskrift og við tökum henni fagnandi á hverju ári.

Okkur finnst alltaf gaman að fá hrós og ábendingar hvað við hjá Nova getum gert betur Þess vegna hvetjum við þig til að heyra í okkur á netspjallinu ef þú hefur ábendingar eða hugmyndir um það hvernig við getum staðið okkur enn betur.

Fríðindaklúbburinn vex og dafnar sem aldrei fyrr og það er skýrara með hverjum deginum að viðskiptavinir á fjarskiptamarkaði fá hvergi meira fyrir peninginn en hjá Nova. Enn meiri stækkun á dansgólfinu með útbreiðslu á 5G og innkomu Ljósleiðara á Akureyri stuðlar að enn fleiri ánægðum viðskiptavinum sem geta nýtt sér þjónustu Nova. Net í útlöndum er algjörlega ný upplifun hjá Nova sem einfaldar vöruframboðið okkar og þjónustuna okkar erlendis og gerir viðskiptavinum kleift af hafa meiri yfirsýn yfir sína notkun og útgjöld í ferðalaginu.

Geðræktin var líka í kastljósinu hjá okkur á árinu sem var að ljúka. Farsíminn og internetið eru nauðsynleg tól en óhófleg notkun á sér dimmari hliðar, eins og með margt annað. Við höfum á síðustu árum hvatt fólk til að leggja frá sér tækin og vera á staðnum, við tíndum af okkur spjarirnar í nafni líkamsvirðingar, við settum fókusinn á sjálfsvirðingu og mikilvægi þess að rækta sambandið við okkur sjálf og núna sögðum við Elskum öll!

Í tilefni dagsins langar okkur að bjóða þér í sérstaka Takkargjörðarveislu í boði Nova, en skemmtilegir glaðningar verða í FríttSöff í Nova appinu í dag. Við erum svona takklát fyrir þig & alla okkar viðskiptavini, án þeirra værum við ekki hér í dag.

Við bjóðum öll velkomin á Stærsta skemmtistað í heimi og í hóp ánægðustu viðskiptavina á Íslandi! Upplifðu ánægjuna!

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent rannsókna. Ánægjuvogin er ein yfirgripsmesta og marktækasta mælingin á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO