Geðrækt­ar­ferða­lag­ið frá upphafi!

Hugsum um tilfinningar!

Árið 2020 hófum við vegferð í átt að andlegri vellíðan undir nafninu Geðrækt. Óhófleg notkun snjallsíma á sér dimmari hliðar, eins og margt annað. Snjallsímar eiga nefnilega að einfalda okkur lífið og gera það skemmtilegra, en þeir eiga ekki að taka það yfir! Í þessari stefnubreytingu var fókusinn á að vekja athygli á þessum neikvæðu hliðum en áskorunin var að gera það á “Novalegan” hátt.

Hugsum um tilfinningar!
Skrunaðu

Loggát á Sunnudögum

Við tókum það skref að hafa lokað í verslunum hjá okkur á sunnudögum - já, eða öllum nema fyrsta sunnudag í mánuði! Við viljum nefnilega eiga smá skjáfrí með okkar nánustu og njóta augnabliksins. Svokallað LOGGÁT.

Loggát á Sunnudögum

Spjallspjöld á veitingastöðum

Við vildum fá fólk til að líta upp úr símunum þegar það hittist. Þess vegna tókum við okkur til og fundum umræðuefnin sem allir eru að tala um! Stundum er óhætt að leggja bara frá sér tækin, skrá sig út í smá stund og spjalla.

Spjallspjöld á veitingastöðum

Geðgóðar vörur

Við leggjum mikla áherslu á að bjóða vöruúrval sem stuðlar að andlegri heilsu á hvern þann hátt sem hægt er. T.a.m vekjaraklukkur, svo hægt sé að skilja símann eftir frami þegar farið er að sofa, eða snjallan skógkassa til að komast í takt við innri ræktandann!

Geðgóðar vörur

Alvöru fólk í Nova auglýsingum

Það eru allir velkomnir á stærsta skemmtistað í heimi, þar er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur fram við hvort annað af virðingu. Í markaðsefni og samskiptum erum við meðvituð um að við erum öll allskonar og þess vegna forðumst við staðalímyndir. Það væri heldur ekkert gaman ef allir væru eins.

Alvöru fólk í Nova auglýsingum

Út að leika með Úrlausn

Nova var fyrst allra á Íslandi að bjóða upp á eSIM í snjallúr. Þannig getur þú hringt, hlustað á tónlist og tekið á móti símtölum í snjallúrinu, án þess að síminn sé nálægur. Farðu út að leika, skildu símann eftir heima og finndu þitt sanna sím-zen með nettengdu snjallúri.

Út að leika með Úrlausn

Vekjaraklukkur fylgdu með farsímum

Svefn er mikilvægur fyrir heilsuna og við mælum með að þú venjir snjalltækin strax á að sofa ekki uppí. Þess vegna fylgdu vekjaraklukkur með seldum farsímum hjá Nova.

Vekjaraklukkur fylgdu með farsímum

2F1 af sálfræðitímum

Við buðum upp á 2 fyrir 1 tilboð af sálfræðiþjónustu á netinu hjá Mín líðan. Hvað gerir þú þegar þér líður illa? Þetta er spurning sem ætti að vera auðvelt að svara, en við eigum það til að vera feimin að spjalla um þessa hluti. Andleg heilsa, geðrækt og vellíðan á að vera jafn sjálfsagður hlutur og að sinna þér þegar líkaminn kallar. Geðræktin er nefnilega alveg jafn mikilvæg og önnur rækt.

2F1 af sálfræðitímum

Rannsókn á samfélagsmiðlum

Nova tók þátt í að rannsaka skjáfíkn og áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan. Niðurstöður rannsóknarinnar voru færðar Hugrúnu, geðfræðslufélagi á vegum Háskóla Íslands.

Rannsókn á samfélagsmiðlum

Hér má nota útiröddina

Við settum veggspjöld hjá útivistarsvæðum og fjölförnum götum til að minna fólk á að líta uppúr símanum og njóta þess sem er fyrir utan skjáinn.

Hér má nota útiröddina