Nova ❤️ Geðrækt!

Samfélagslegt fótspor Nova er fyrst og fremst vegna ofnotkunar og óábyrgrar notkunar á snjallsímum og samfélagsmiðlum. Geðræktarvegferð Nova er margþætt langtímaverkefni. Herferðin sem við setjum nú í loftið er nýjasti hluti þess ferðalags. Við viljum minna okkur öll á að veröldin er betri ef við elskum bara hvert annað.

Elskum öll!

Á tímum þar sem við höfum aldrei haft það jafn gott þá höfum við aldrei verið jafn sundruð. Aldrei verið jafn ósammála. Aldrei verið jafn tortryggin í garð hópa sem við þekkjum ekki eða skiljum. Hvaðan sem við komum eða fæðumst, hvernig sem við erum á litin eða í laginu, hvort við erum hinsegin eða kynsegin eða hvort við erum með einn fót eða tvo þá eigum við öll þennan heim saman. Við eigum öll skilið að elska og vera elskuð skilyrðislaust – án fordóma og haturs. Elskum öll hvert annað.

Elskaðu upphátt!

Öll viljum við það sama - að elska og vera elskuð. Skrifaðu nafnið á þeim sem þú elskar á ástarvefinn ásamt þínu eigin. Þá sýnið þið ástina á skiltum um alla borgina!

Sjáðu ástina!
Elskum öll í Frítt­Stöff!

Fordómar eru bara fáfræði. Þess vegna bjóðum við upp á fræðslu í FríttStöff. Hvernig er að vera íslendingur af erlendum uppruna? Hvernig á ég að nota persónufornöfn rétt? Hvernig mætir samfélagið fólki með fötlun?

Fræddu þig!
Númera­kerfi sem elskar!

Það má ekki gleyma að litlu hlutirnir skipta líka máli. Litlir miðar með stór skilaboð sem minna þig á það sem skiptir máli, á meðan þú hinkrar í verslunum Nova. Ástin er alltaf fremst í röðinni!

Ferm­ing­ar­kort sem elska!

Við hönnuðum fermingarkort fyrir öll ótrúlegu og trúlegu fermingarbörnin. Það breytir engu hvort þú trúir á vísindi, guðlegar verur eða bara þig. Við höfum fulla trú á þér.

Elskaðu þig!

Herferðin "Elskaðu þig" beindi athyglinni að sjálfsvirðingu, því hún er alls ekki sjálfsögð. Það má segja að þú sért eina manneskjan sem fylgir þér alla ævina. Þú situr uppi með þig. Frá upphafi til enda. Þannig að það er eins gott að hafa gaman, kynnast sér betur og njóta sín. Draga fram kostina, sætta sig við gallana, hjálpa sér og hrósa. Við megum alveg vera góð við okkur. Dekra og elska okkur sjálf. Þá fyrst getum við farið að elska fólkið í kringum okkur. Þú fylgir þér alla ævi. Njóttu þess. Elskaðu þig. Fyrir þig.

2F1 af sálfræði­tím­um

Nova bauð upp á 2 fyrir 1 tilboð af sálfræðiþjónustu sem hægt var að nálgast í gegnum Nova appið. Þar bauðst fólki að fá sálfræðitíma hjá Mín líðan á 7.990 kr. Tímarnir fóru fram á netinu svo viðskiptavinir Nova gátu sótt þessa þjónustu, algjörlega óháð búsetu.

Skoða
Spegla­skúlp­túr­inn

Hvenær kíktir þú síðast í spegil og bara naust þess að skoða þig og dást að þér? Við smíðuðum spegil af stærri gerðinni og sendum hann á flakk um Reykjavík. Þannig gat fólk fengið sér sæti og átt smá stund með sjálfu sér.

Fríðindi FyrirÞig

Gerðu eitthvað til að ögra þér, kynnast þér, opna þig, hvíla þig og auðvitað elska þig. FyrirÞig hjá Nova geymir öll bestu fríðindin í Nova appinu. Þar finnur þú nefnilega ævintýraleg 2F1 tilboð, FríttStöff sem kostar ekki krónu, MatarKlipp sem gerir daginn girnilegri og allskonar geðgóð glæsilegheit. Allt þetta fyrir þig.

Trítaðu þig!

Allir úr!

Herferðin „Allir Úr“ hvatti fólk til að skilja símann eftir heima. Við kynntum til leiks nettengd snjallúr með Úrlausn hjá Nova sem er frábær leið til að minnka skjátíma. Auglýsingin var einnig ádeila á óraunhæfar staðalímyndir sem birtast okkur á skjánum og það var hrópað húrra fyrir líkamsvirðingu. Samfélagsmiðlarnir taka nefnilega mikið af okkar tíma og það er óþægilega auðvelt að týnast í tímalínunni hjá hinum og þessum.

Alvöru fólk í auglýs­ing­um

Í Allir úr herferðinni komum við öll fram eins og við erum klædd. Eða óklædd. Fólk af öllum stærðum og gerðum kom nakið fram og sýndi fram á að við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir og ekkert að fela. Allir úr!

Geðgóðar vörur

Við settum saman vöruval þar sem áherslan var lögð á geðgóðar vörur sem hægt er að njóta með fjölskyldu og vinum. Leggjum frá okkur símann!

Út að leika með úrlausn

Við kynntum til leiks nettengd snjallúr með Úrlausn hjá Nova sem er frábær leið til að minnka skjátíma og rauðu deplana, en hafa samt möguleikann á að hringja og móttaka símtöl þegar nauðsyn krefur.

Fá Úrlausn!

Vertu á staðnum!

Fyrsta herferðin setti fókusinn á meðvitaða notkun á netinu og snjalltækjunum. Það getur verið mjög auðvelt að týnast í tímalínunni, en þá er mikilvægt að muna eftir því að líta upp frá skjánum og finna frelsið sem fylgir lífi án rauðu deplanna. Snjalltækin eiga að einfalda lífið, en ekki taka það yfir. Finndu þitt jafnvægi, taktu skjáhvíld við og við og upplifðu fullkomið sím–zen. Vertu á staðnum!

Lokað í versl­un­um

Verslunum Nova var lokað á sunnudögum, enda eru sunnudagar LOGGÁT dagar, og við hvöttum starfsfólk og viðskiptavini til að njóta dagsins með sínu fólki.

Meira um Loggát!
Spjallspjöld

Spjallspjöld voru afhent veitingastöðum þar sem fólk gat lagt frá sér símana, spjallað og kynnst hvoru öðru á gamla góða mátann.

Vekj­ara­klukk­ur

Vekjaraklukkur fylgdu með farsímum svo fólk gæti minnkað áreitið, sleppt því að hafa símana á náttborðunum og notið betri nætursvefns.

Rannsókn

Nova tók þátt í að rannsaka skjáfíkn og áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan. Niðurstöður rannsóknarinnar voru færðar Hugrúnu, geðfræðslufélagi á vegum Háskóla Íslands.