Dansgólfið

31. ágúst 2022

Gleymdir þú nokkuð að skrúfa fyrir?

Vatn er undirstaða lífsins!

Við erum öll með ýmis tæki og tól heima hjá okkur sem nota vatn á hverjum einasta degi. Við erum með vaska, sturtur, baðkör, uppþvottavélar, þvottavélar, heita potta, garðslöngur og svo mætti lengi telja!

Þess vegna er einmitt svo mikilvægt að vera með puttann á púlsinum og vera vakandi fyrir því ef eitthvað fer úrskeiðis með þessi tæki svo það fari ekki allt undir vatn!

Þess vegna er það rosalega einfalt og þægilegt að geta haft snjallt öryggiskerfi á heimilinu svo eitthvað kemur upp á eða gerist þá getur þú fengið tilkynninguna beinustu leið í snjallsímann þinn, sama hvar þú ert í heiminum, svo lengi sem þú ert í netsambandi!

Vatnsneminn frá Ajax er hluti af SjálfsVörn hjá Nova og er fullkominn til þess að nema leka. Hann er tilvalinn í eldhúsið undir uppþvottavél, þvottahúsið, baðherbergið eða bara hvar sem vatn gæti lekið! Hann lætur þig vita um leið og hann nemur bleytu eða sveiflu í hitastigi - svo þú getur svo sannarlega fylgst með þínu heimili á allan hátt.

Stjórnstöð og Vatnsnemi frá Ajax er frábær dúett sem er á skilið að fá sviðsljósið! Hugsaðu um Batman og Robin, Simon og Garfunkel og jafnvel Tvíhöfða - það er ekki leiðum að líkjast!

Með SjálfsVörn hjá Nova getur þú fengið glæsilegt úrval öryggisbúnaðar frá Ajax, raðað saman og stillt upp nákvæmlega þeim vörum sem henta þér á hlægilegum prís - allt til þess að þér og þínum líði vel og þið séuð sem öruggust.

Kíktu á SjálfsVörn hjá Nova og skoðaðu úrvalið, við eigum græjuna og samsetninguna fyrir þig! Þetta smellpassar allt!

Mynd af Jón Andri Óskarsson
Jón Andri Óskarsson
Verkefnastjóri