Dansgólfið

5. feb 2021

iPhone er kominn með 5Gíra og og kemst á ofur­hraða!

Apple fer í fimmta gír!

í dag 5. febrúar fékk Nova háa fimmu frá Apple þegar iPhone var sett í fimmta gír! Apple opnar á 5G hjá Nova svo 5G er nú í boði fyrir nýjustu gerðir iPhone síma og spjaldtölva. 5G er margfalt hraðara en 4G og jafnast á við bestu ljósleiðaratengingu.

Apple gerir nú fjölmörgum notendum á Íslandi mögulegt að nýta sér 5G-tæknina. Við hjá Nova höfum unnið að því um langt skeið að ná þessum áfanga í viðræðum við Apple og nú hefur það tekist. iPhone er vinsælasti farsíminn hjá viðskiptavinum Nova og vinsældir nýjustu kynslóðarinnar, iPhone 12, hafa verið miklar. Sífellt fleiri tæki eru að koma inn á markaðinn sem styðja 5G-hraða, bæði símar og önnur nettengd tæki. Það er ekki ofsögum sagt að þetta verður bylting fyrir notendur þar sem 5G býður upp á meiri afköst og nákvæmni en áður þekktist! Með tilkomu 5G opnast sömuleiðis stór tækifæri í nýsköpun og tækni.

Nova hefur leitt þróun 5G á Íslandi og er eina fjarskiptafyrirtækið á Íslandi sem býður 5G þjónustu í farsíma. Prófanir hafa verið í gangi hjá Nova í 2 ár en fór svo formlega í loftið þann 5.5.2020 og nú verður það aðgengilegt á iPhone svo miklu fleiri fá að njóta. 5G þjónustusvæði Nova nær í dag til Hellu, Sandgerðis, Vestmannaeyja og víða innan höfuðborgarsvæðisins.

Það er nýjasta kynslóð iPhone síma sem styður við 5G og því þurfið þið sem ætlið að tengjast háhraðanetinu að vera með iPhone 12, iPhone 12 Mini, iPhone 12 Pro eða iPhone 12 Pro Max auk þess að vera með útgáfu 14.4 af iOS stýrikerfinu. Þið munið svo í dag eða á næstu dögum fá boð frá Apple um uppfærslu á netstillingum og eftir að uppfærslan hefur verið samþykkt getur símtækið tengst 5G hjá Nova. Allar útgáfur af iOS hér eftir munu svo innihalda 5G sjálfkrafa sem hluta af virkni snjallsímans og spjaldtölvunnar

KORT

Græna svæðið sýnir sterkt 5G merki. Gult sýnir veikara 5G merki og Rautt sýnir ekkert 5G merki. Á öllu svæðinu býður Nova háhraða 4 og 4.5G merki.

Hér má svo sjá allt um 5G hjá Nova!

Mynd af Benedikt Ragnarsson
Benedikt Ragnarsson
Plötusnúður / CTO