
Novasvellið 2025
Við leyfum okkur að segja að Novasvellið á Ingólfstorgi sé fyrir löngu orðið ómissandi hluti af jólahefð borgarbúa, þar sem fólk kemur saman og skautar inn jólin með fjölskyldu og vinum.
Það yljar okkur um hjartarætur að hugsa til þess að ár hvert renni tuttugu þúsund gestir sér á Novasvellinu, skapi dýrmætar minningar og ef til vill séu mörg kríli sem taki sín fyrstu skautaskref á svellinu. Í ár verður engin undantekning þar á, því við setjum Novasvellið upp í ellefta sinn!
Við vígjum svellið föstudaginn 21. nóvember kl. 18:00 með pompi og prakt, þar sem Hinsegin kórinn kemur gestum og gangandi í hátíðarskap. Í kjölfarið leikur listskautadeild Fjölnis listir sínar á ísnum. Að dagskrá lokinni er öllum frjálst að skauta ókeypis til lokunar.
Fyrsti almenni skautadagurinn verður laugardaginn 22. nóvember.

Stuð og stemning á Novasvellinu
Novasvellið gleður ekki aðeins þau sem vilja njóta þess að svífa um á skautum í aðventunni, heldur munum við reglulega lýsa upp skammdegið með stórskemmtilegum viðburðum og uppákomum.
- Við erum að tala um Karaoke á klaka þann 27. nóvember klukkan 20:00 þar sem Birna Rún leiðir kvöldið með gleði og söng á svellinu.
- Helgina 6.–7. desember mæta ævintýraverurnar úr Tulipop og gleðja þau yngstu.
- Þann 11. desember hendum við okkur í mennska krullu, sem verður fyrsti viðburður sinnar tegundar hér á landi. Mennsk krulla virkar alveg eins og venjuleg krulla nema í stað þess að renna 20kg granít steini eftir svellinu ert þú að fara henda besta vini þínum í uppblásnum kleinuhring í átt að miðjunni!
- Á Þorláksmessu mætir Valdimar með gullbarkann sinn og kemur gestum endanlega í jólaskap.
Eftir skautaferð er fullkomið að hlýja sér með heitu súkkulaði og njóta gleðistunda með þeim sem eru með þér á svellinu. Nova appið býður jafnvel upp á óvænt tilboð sem eru aðeins í boði fyrir þau sem heimsækja Novasvellið og eru í Nova!
Að auki verða Nova-álfarnir á vappinu alla laugardaga til að skemmta skauturum og yngri kynslóðinni.
Hvernig bókarðu þína skautastund?
Það er auðvelt að skipuleggja skautastundina þína! Heimsæktu einfaldlega vefsíðu Nova eða farðu inn á sinna.is/nova, veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér og þínum og kláraðu greiðsluna.
Þegar allt er klárt mætir þú með tilhlökkun í hjarta og upplifir gleðina og stuðið á svellinu. Ekki gleyma að mæta tímanlega, svo þú hafir nægan tíma til að setja upp skauta og hjálm áður en þú rennir út á ísinn.
Auðvitað geturðu líka einfaldlega mætt á svellið og skautað. Hver skautastund er um 50 mínútur.
Ef þú ert mikil félagsvera og vilt mæta með hópinn þinn á svellið, þá er lítið mál að skella inn hópabókun á vefnum okkar eða senda okkur línu á [email protected].
Undanfarin ár hefur Novasvellið slegið í gegn sem hópefli hjá vinahópum, vinnustöðum og skólum.
Tímasetningar og opnunartími
Novasvellið verður opið mestan hluta dagsins frá og með 21. nóvember til 27. desember, frá kl. 12:00–22:00.
Þú finnur nánari upplýsingar um opnunartíma Novasvellsins hér.
Að lokum
Þegar líður á aðventuna er engin betri leið til að fagna jólunum en að skella sér á Novasvellið.
Bókaðu þína stund, komdu með fjölskylduna eða vinina og njóttu skemmtilegrar stundar á skautum, þar sem jólaandinn svífur yfir og jólaskapið tekur völdin.