Dansgólfið

28. sept 2022

Nova er á fljúg­andi ferð inn í fram­tíð­ina!

Tækninni fleytir fram, og það er okkar að fylgja með.

Með nýrri tækni sem leysir af þær eldri þarf að slökkva á búnaði og taka niður innviði sem hafa staðið í lengri tíma.

2G og 3G hafa lengi verið grundvallarstoð í fjarskiptum á Íslandi sem og annarsstaðar.

Nú blasir við að 4G, 4.5G og 5G kerfið er komið á þann stað að hægt er að fara að fasa út 2G og 3G tæknina.

Hjá Nova viljum við vera fyrst inn í framtíðina með snjallar lausnir og vera á undan kúrvunni. Við viljum byggja upp sterka innviði og höfum fjárfest ríflega á undanförnum árum í að byggja upp sterkt og víðfeðmt fjarskiptanet á 5G ásamt nýjungum líkt og VoLTE og VoWiFi.

VoLTE - Nýjasta stöffið kemur í staðin fyrir gamla dótið! Árið 2018 kynnti Nova til sögunnar VoLTE (Voice over LTE) sem er tækni sem stórbætir hljóð- og myndgæði símtala í þeim tækjum sem hana styðja, sem eru orðnir allflestir farsímar í notkun í dag. Tæknin notar 4.5G til að flytja hljóð yfir farsímakerfi, svo hægt er að eiga símtöl yfir 4G netið hvar sem er í heiminum þar sem það er að finna. Tæknin er heldur betur að sanna sig og þess vegna hafa viðskiptavinir Nova ekkert að óttast á sínum ferðalögum erlendis þar sem búið er að leggja niður 2G og 3G kerfið, sér í lagi í Bandaríkjunum.

VoWifi - Nú geta allir stækkað farsímasambandið! Vorið 2022 tók Nova svo í gagnið VoWiFi (Voice over WiFi) tæknina sem er að reynast viðskiptavinum vel. Nú er hægt að koma fljúgandi farsímasambandi í alla króka og kima, kjallara, bílskúra, sumarhús, jarðhýsi, skip, flugvélar og geimflaugar í gegnum WiFi. Þessi tækni byggir á sömu grundvallaratriðum, en nýtir þá WiFi tengingu sem er til staðar til að hringja símtölin.

Með VoWifi talar farsímakerfi Nova við hvaða WiFi kerfi sem snjallsíminn þinn er með aðgengi að á hverjum tíma. VoWiFi er nú í boði í öllum nýrri týpum af Samsung og iPhone símum.

Þannig má stækka farsímasamband í gegnum WiFi sem tengt er við ljósleiðara og aðrar nettengingar og kasta áfram út í króka og kima og fá um leið frábært farsímasamband.

Þess vegna er kastarinn t.a.m frábær viðbót inn á heimili og aðra staði til þess að vera fullviss um að ná netinu hvar sem er og þar af leiðandi farsímasambandinu góða!

Mynd af Benedikt Ragnarsson
Benedikt Ragnarsson
Plötusnúður / CTO