Dansgólfið

10. júní 2022

Nova ❤️ jafn­rétti!

Eitt af markmiðum Nova er að vera besti vinnustaður í heimi. Sannarlega metnaðarfullt markmið og sumir segja ómögulegt, en við lítum svo á að við getum verið besti vinnustaður í heimi fyrir hvern og einn á þeim tíma sem hann starfar hjá fyrirtækinu. Við gerum það með því að byggja ofan á sterka Nova kúltúrinn þar sem við erum metnaðarfull & fögnum öllum sigrum, en einnig með því að vera sífellt opin & framsækin og þannig bætum við stöðugt okkur sjálf sem og vinnustaðinn.

Allir dansarar á stærsta skemmtistaðnum njóta jafnra launakjara fyrir jafn flókna dansa. Nova er jafnlaunavottað fyrirtæki en einnig eitt af 53 fyrirtækjum á Íslandi sem hafa hlotið viðurkenninguna Jafnvægisvog FKA en verkefninu var komið á fót árið 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Hluti af því að vera jafnlaunavottað fyrirtæki felst í því að framkvæma reglulega launagreiningar og kynna niðurstöður fyrir öllum dönsurum Nova. Ef það koma upp frávik frá markmiðum okkar er gert aðgerðaplan um það sem betur má fara og það kynnt vel fyrir starfsfólki. Reglulega er einnig framkvæmd úttekt og rýni á jafnlaunakerfinu til að tryggja gæði þess og framkvæma nauðsynlegar umbætur. Framkvæmdastjórn Nova ber sameiginlega ábyrgð á að jafnlaunastefnu sé framfylgt og að jafnlaunakerfið standist lög um jafna stöðu og rétt kynjanna.

Við erum Fyrirtæki ársins 2022 á vegum VR, þriðja árið í röð og höfum verið Fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi!

Með því að hlúa að Nova kúltúrnum viljum við efla liðið okkar og draga að fleira hæfileikaríkt fólk sem gerir okkur áfram að besta liðinu.

Má bjóða þér upp í dans? Laus störf hér.

Mynd af Þórhallur Jóhannsson
Þórhallur Jóhannsson
Rótari / CFO