Skip to content

Dansgólfið

6. nóv 2018

Nú er allt hægt - hratt!

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að OnePlus 6T eru loksins fáanlegir á Íslandi og þú getur nálgast þitt eintak hjá Nova. OnePlus 6T eru á meðal bestu síma á markaðnum í dag og setja staðallinn sem aðrir farsímaframleiðendur eltast við þegar það kemur að gæðum, nýjungum og hönnun.

60b5Wrj3S8ccqQmQ4ICKKY

6T er nýjasta flaggskipið frá OnePlus. Hann hefur nú þegar slegið í gegn um allan heim og fengið frábæra dóma frá virtustu gagnrýnendum í tæknigeiranum en það kemur engum á óvart sem hafa fylgst með þeim undanfarin ár.

6T getur gjörsamlega allt og er hlaðinn öllu því besta sem völ er á í dag. Hann skilar hraða og skilvirkni sem hefur ekki sést áður í farsíma og er það Qualcomm Snapdragon 845 örgjörvinn og 8GB innra minnið sem sér til þess að allt gangi mjúklega. Framhlið símans er þakin 6,41“ AMOLED skjá sem er með innbyggðum fingrafaraskanna og mjög sterku Gorilla Glass 6 sem er högg- og rispuvarið.

Það eru tvær stórkostlegar myndavélar á símanum, sú aftari með 20mp og 16mp linsum sem skilar myndum með mikilli dýpt og skýrleika og svo 16mp myndavél að framan sem skilar ekki bara bestu sjálfum sem völ er á heldur virkar einnig sem andlitsskanni til að opna símann.

Síminn kemur úr boxinu með Android 9.0 Pie og hinni marglofuðu OxygenOS ábreiðslu frá OnePlus sem er stútfullt af nýjum og spennandi hlutum. Undir skelinni er svo afar kröftug 3700mAh rafhlaða sem dugar þér daginn og mun meira til og er einnig með 20W hraðhleðslutækni sem lofar því að þú getir full hlaðið símann þinn á klukkutíma.

Við hjá Nova erum ótrúlega spennt að geta boðið landsmönnum uppá þessa frábæru síma og höfum við nú þegar opnað fyrir forsölu. Símar sem eru keyptir í forsölu verða afhentir 13. nóvember kl 12:00 í verslun Nova í Lágmúla.

Öllum símum hjá Nova fylgir 50 GB. endalaust Snapp á Íslandi og ótakmörkuð símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu.

Smelltu hér til að lesa nánar um tæknilegar innihaldslýsingar og vera með þeim fyrstu á Íslandi til að næla þér í þennan glæsilega síma.

Sæki...