Dansgólfið

4. des 2020

Pakkar fyrir spjallóða!

Pakkar fyrir spjallóða!

Á tímum sem þessum er gott að spjalla við vini og vandamenn. Þess vegna er farsími algjört snjallræði í pakkann. Hjá Nova finnur þú alveg glimrandi gott úrval af allskonar farsímum! Stóra eða litla, snjalla eða með tökkum, einfalda eða pakkaða af nýjustu tækni!

Samsung Galaxy A21s

Hér er á ferðinni frábær byrjendasími á mjög góðu verði! Samsung Galaxy A21s er snilldar sími með 6,5" Ininity-O skjá, fjórum bakmyndavélum, 5.000mAh rafhlöðu og 15W hraðhleðslu. 32GB minni og 3GB vinnsluminni ásamt minniskortarauf.

Samsung Galaxy A21s

Apple iPhone SE

iPhone SE skartar nýjustu tækni eins og A13 örgjörvanum, 4,7" Retina skjá og frábærri rafhlöðu en með sömu gömlu góðu iPhone 8 umgjörðinni.

Þökk sé myndavélatækninni frá Apple og hinum öfluga A13 örgjörva skilar iPhone SE ótrúlegum myndum og allir frábæru fídusanir sem við þekkjum frá þeim eru aðgengilegir í símanum eins og t.d. Portrait Mode og Portrait Lightning. Síminn tekur líka upp myndbönd í 4K háskerpu svo þú sérð öll minnstu smáatriði, ljós og skugga.

Apple iPhone SE

OnePlus Nord N100

Frábær sími frá OnePlus sem er með stóra rafhlöðu og skjá, frábært minni, tveimur hátölurum og þrefaldri myndavél.

Síminn skilar ótrúlegum hraða þökk sé kröftugum vélbúnaði og vel útfærðum hugbúnaðarlausnum. Rafhlaðan er ótrúlega stór svo rafhlöðuendingin er löng og þegar þú klárar rafhlöðuna þá er 18W hleðslukubbur sem hleður hann á mettíma.

Myndavélin samanstendur af þremur linsum og samspil þeirra og snjöllum hugbúnaði skila frábærum myndum.

OnePlus Nord N100

Apple iPhone 12

iPhone hefur aldrei verið jafn glæsilegur! Með nýjum A14 Bionic sem skilar leiftur hraða, Super Retina XDR OLED skjá með kristaltærri upplausn og 5G stuðningur fyrir framtíðina.

Aðalmyndavélin samanstendur af tveimur linsum sem vinna saman ásamt ótrúlega kröftugum vélbúnaði og snjöllum hugbúnaði til að taka frábærar myndir í öllum skilyrðum.

Hann skilar ótrúlegum hraða og vinnslu og getur hann framkvæmt 11 trilljón aðgerðir á sekúndu! Það er ansi mikið stökk á milli kynslóða en A14 er ekki bara 40% hraðari en forveri sinn heldur aðstoðar hann m.a. myndavélina við að taka betri myndir og símann við að nota minni orku sem skilar sér í betri rafhlöðuendingu.

iPhone 12 hefur verið algjörlega endurhannaður og skjárinn er mun sterkari þökk Ceramic Shield glerinu. Bakhliðin er með hertu gleri sem þolir kulda og hita einstaklega vel og öllu er þessu svo vafið inní ramma gerðum úr álblöndu. Síminn er mjög þéttur, vatns- og rykþolinn með IP68 staðal og má fara í 6 metra djúpt vatn í 30 mínútur svo hann er fullkominn í allskonar ævintýri.

Apple iPhone 12

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova