Dansgólfið

12. des 2022

Smáat­rið­in sem full­komna jólapakk­ann!

Þarftu smá auka í pakkann til að kóróna jólagjöfina? Við erum með fullt af frábærum hugmyndum fyrir þig! Kíktu í vefverslun og sjáðu hvort þú finnir ekki eitthvað Novalegt í jólapakkann!

Clocky vekjaraklukka

Byrjaðu daginn með stæl! Er ekki alltaf sagt að besta leiðin til að sofa ekki yfir sig sé að standa upp til að slökkva á vekjaraklukkunni? Nú getur þú tekið á rás eftir henni því hún spólar af stað til að fela sig. Viltu koma í kapp?

Jola-Blogg-myndir-12

AirTag

AirTag er frábært tæki til að auðvelda þér að finna allskonar hluti. Batterí endist í allt að 1 ár og virkar fyrir iPhone 11 og nýrri tæki.

Jola-Blogg-myndir-09

Stubbahátalari

Allt fyrir partýið í einum hátalara!

Frábær mini hátalari með flottum LED ljósum. Einstaklega meðfærilegur og auðveldur í notkun, vatnsvarinn með rafhlöðuendingu í 9klst og Bluetooth 5.0 svo það er auðvelt að tengja símann og önnur snjalltæki við hann. Þessi er fullkominn fyrir sumarið, sólina og útileguna!

Jola-Blogg-myndir-13

Karaoke Laganemi

Breyttu heimilinu í karaókístað með þessum stórskemmtilega hljóðnema frá Lenco. Þú tengir hann þráðlaust við símann og syngur með uppáhalds tónlistinni þinni þar sem rafhlaðan dugar í allt að 8 klst. Vill pabbi taka pabbarokkið eða mamma að syngja ABBA eftir fréttir?

Jola-Blogg-myndir-10

Austin heyrnartól

Frábær og þráðlaus heyrnartól frá Urbanista sem eru ótrúlega létt og þægileg.

Jola-Blogg-myndir-14

Nokia 8210 4G

Frábær takkasími frá Nokia sem inniheldur allt sem þú þarft! Einfaldur og þægilegur með 4G neti. Þú getur spjallað og sent eins mörg SMS og þú vilt hjá Nova!

Jola-Blogg-myndir-11

Yatzy

Núna er tækifærið til að slökkva á snjalltækjunum, logga sig út og eiga notalega stund með fjölskyldunni.

Yatzy er spilið sem allir þekkja, þú þarft bara að kasta tengingum, og það geta allir spilað með!

Tilvalið í jólapakkann, möndlugjöfina eða bara til að spila á þorláksmessukvöld!

jolablogg_yatzy

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari