Dansgólfið

20. feb 2020

Snjall­heim­il­ið og FWA verðlaun!

Snjallheimili Nova á netinu var að fá verðlaun sem þykja ein þau virðingarmestu í heimi vefhönnunar á alþjóðavísu.

Verðlaunin fáum við fyrir vefinn snjallheimilid.nova.is sem við unnum með Ueno.co en þar getur þú rölt í rólegheitunum um Snjallheimili Nova, fengið innblástur og hugmyndir að því hvernig þú getur byggt upp snjallheimilið þitt.

Vefurinn The FWA valdi okkur sem Vef Dagsins yfir flottustu veflausnir í heiminum. Við fengum einkunnina 81 af 100 mögulegum og vorum verðlaunahafar 6 daga í röð. Það er auðvitað algjör snjallsæla!

Að valinu stendur hópur 300 fagaðila sem sannanlega hafa erindi í hópinn. Hópurinn samanstendur af 150 konum og 150 körlum frá 35 löndum sem öll eiga það sameiginlegt að hafa áunnið sér virðingu innan bransans og valin í hópinn með það fyrir augum.

Um FWA "FWA is where you go to experience cutting-edge innovation in digital design and development. It’s a space that encourages the digital industry to push the boundaries of technology, to show people what is possible. ... "We do this by showcasing the most progressive and forward thinking projects, created by individuals; agencies; and brands."

Takk fyrir okkur og vertu velkominn í heimsókn í Snjallheimili Nova!

Mynd af Sigurjón Rúnar Vikarsson
Sigurjón Rúnar Vikarsson
Vörustjóri FyrirÞig