Dansgólfið

7. des 2020

Snjallir pakkar hjá Nova!

Snjallir pakkar hjá Nova!

Settu eitthvað snjallt í pakkann og einfaldaðu lífið hjá þínu besta fólki. Það er glás af snjallvörum í boði hjá Nova og það er lítið mál að vera með snjallasta húsið í götunni. Hvort sem það er snjöll pera eða snjallsuga, þá ættir þú að finna eitthvað sem smellpassar í pakkann!

Ring 3 dyrabjalla

Ring Dyrabjalla 3

Næsta kynslóð af Ring dyrabjöllunum vinsælu! Fáðu tilkynningar beint í símann, spjaldtölvuna eða símann þegar gesti ber að garði. Ef þú ert ekki heima og Jói frændi er að dingla á bjölluna þá getur þú spjallað við hann í gegnum dyrabjölluna og látið hann vita að þú sért á leiðinni heim! Dyrabjallan er með háskerpu 1080HD myndgæðum og það er bæði hægt að tengja hana við rafmagn eða smella í hana rafhlöðum.

Apple HomePod mini

Apple HomePod mini

Fullkomnaðu heimilið með Apple HomePod mini, snjalla, litla og netta hátalaranum frá Apple. Ekki láta stærðina blekkja þig þar sem hann skilar ótrúlegum hljómgæðum og er ekkert eðlilega klár.

Hann getur aðstoðað þig við ýmisskonar dagleg verkefni eins og að minna þig á hluti, sent skilaboð til vina, spilað tónlist og hlaðvörp og vakið þig á morgnana svo nokkur dæmi séu tekin.

Þegar þú tengir tvo HomePod mini saman þá breytast þeir í svokallaða 'stereo' hátalara þar sem einn sér um hægri rásina og hinn um þá vinstri og skila þeir ótrúlegri hljómupplifun. Þú getur líka sent mikilvægar tilkynningar á milli þeirra um að maturinn sé tilbúinn eða að þið séuð að verða alltof sein út úr húsi og listinn er ekki tæmandi!

Xiamoi Snjallsuga

Xiaomi Snjallsuga

Snjallsugan er tilvalin gjöf á heimilið, það er í rauninni verið að gefa tíma, þar sem snjallsugan sér um þrifin og þá getur heimilisfólk nýtt tímann í eitthvað skemmtilegra!

Snjallsugan er ekkert smá snjöll þegar það kemur að því að þrífa gólfin heima hjá þér en hún er með laser skynjara sem skannar allt saman og veit því nákvæmlega hvernig landið liggur og hvar hún. Skynjarinn hjálpar henni að forðast dót á gólfinu og stórhættulega stiga ásamt því að kortleggja heimilið á mettíma.

Þú getur svo stjórnað henni í gegnum snjallforrit í símanum þínum þar sem þú getur skipulagt þrif fram í tímann, sett upp bannsvæði eða þrif á ákveðum svæðum á ákveðnum tímum, hún kemur heldur aldrei með neinar afsakanir þegar það kemur af því að ryksuga, er alltaf tilbúin í heimilisverkin.

Philips Hue Go

Philips Hue Go

Frábær og meðfærilegur stemningslampi frá Philips Hue, fullkominn til að skapa stemningu við matarborðið eða við sjónvarpið. Þú getur einnig látið hann herma eftir sólarupprás í svefnherberginu svo þú vaknir betur. Lampinn er með innbyggðri, endurhlaðanlegri 3 tíma rafhlöðu svo þú getur komið honum fyrir hvar sem er.

Philips Hue er ekki bara snjallljós heldur snjallljósakerfi sem umturnar því hvernig þú hugsar um ljós. Philips Hue býður þér uppá endalausa möguleika hvort sem það er fyrir ljósin í stofunni, eldhúsinu, baðherberginu eða í garðinum, Philips Hue er með hina fullkomnu lausn fyrir þig.

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova