Dansgólfið

24. nóv 2023

Stuð­svell Nova og Orku­söl­unn­ar opnar!

Jólaandinn mun svo sannarlega svífa um Stuðsvellið í ár sem er haldið árlega í góðu samstarfi við Orkusöluna.

Undanfarin ár hafa um 20 þúsund manns skautað inn í jólin á Stuðsvellinu á Ingólfstorgi og í ár getur þú bókað þína jólastund á Stuðsvellinu og notið þess að skauta með þínu uppáhalds fólki. Árlega skauta um það bil 20.000 manns inn jólin á Stuðsvellinu.

Stuðjólasveinar verða á svæðinu alla laugardaga í desember, tónlistarmenn á borð við Jón Jónsson og Prettyboitjokko halda uppi stuðinu auk þess sem leikhópurinn Fíasól kíkir í heimsókn. Gugusar vígir svo svellið í kvöld, 24. nóvember.

Við mælum með því að bóka sér tíma með fyrirvara til að sem flest fái að njóta.

Það er lítið mál að bóka skautastund fyrir þig og þína

  • Smelltu þér á nova.is
  • Veldu dagsetningu, tíma og hveru mörg ætla að skauta saman.
  • Smelltu á staðfesta og græjaðu greiðsluna.
  • Þá er bara allt klárt! Við mælum með því að þú mætir 10 mínútum áður en að þín gleðistund byrjar, svo að þú sért örugglega með skauta á fótum og hjálm á höfði þegar þín skautastund rennur upp.

Ef þú vilt bóka fyrir hópa eins og vinnustaði eða skólahóp þá sendir þú tölvupóst með fyrirspurn á netfangið studsvellid@nova.is

Ef þú kemst ekki á Stuðsvellið eða forfallast þá sendir þú einfaldlega tölvupóst á nova@nova.is með ósk um nýja dagsetningu og við sjáum hvort við komum þér og þínum ekki örugglega fyrir!

Léttar veitingar og drykki má finna við Stuðsvellið til að halda á þér hita á milli skautaferða og koma þér í jólaskapið! Hver veit nema það leynist svo gómsæt og skemmtileg tilboð í Nova appinu þegar á svellið er komið!

Stuðsvellið er opið flest alla daga í desember frá kl. 12:00 – 22:00.

Opnunartíma má finna hér

Hlökkum til að sjá þig!

Mynd af Þura Stína
Þura Stína
Upplifunarhönnuður Nova