Dansgólfið

24. ágúst 2022

Þar sem er reykur er oftast eldur!

Þar sem er reykur er oftast eldur!

Nú eru sumarfríin að klárast og skólarnir að byrja og þá er gott að fara að huga að því að koma heimilinu, fjármálunum, heilsunni og öllu þar á milli í rútínuna góðu.

Hluti af því að fara yfir heimilið og koma öllu í stand er að sjálfsögðu að fara yfir öryggismálin, og þar eru eldvarnirnar og reykskynjararnir í algjöru aðalhlutverki. Við vitum öll hversu ótrúlega hátt reykskynjararnir pípa til að láta vita þegar þeir finna reykjarlyktina í loftinu, en það hjálpar afskaplega lítið þegar enginn er heima til að heyra í þeim!

Manstu eftir línunni “Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvað hljóð?

Þess vegna er það rosalega einfalt og þægilegt að geta haft snjallt öryggiskerfi á heimilinu svo eitthvað kemur upp á eða gerist þá getur þú fengið tilkynninguna beinustu leið í snjallsímann þinn, sama hvar þú ert í heiminum, svo lengi sem þú ert í netsambandi!

Þá er Stjórnstöð og Reykskynjari frá Ajax fullkomin tvenna fyrir þig!

Þannig getur þú minnkað stressið og kvíðann sem vill oft læðast aftan að manni sem hvíslar að þér "Mundir þú eftir því að slökkva á eldavélinni þegar þú eldaðir hafragrautinn í morgun?"

Með SjálfsVörn hjá Nova getur þú fengið glæsilegt úrval öryggisbúnaðar frá Ajax, raðað saman og stillt upp nákvæmlega þeim vörum sem henta þér á hlægilegum prís - allt til þess að þér og þínum líði vel og þið séuð sem öruggust.

Kíktu á SjálfsVörn hjá Nova og skoðaðu úrvalið, við eigum græjuna og semsetninguna fyrir þig! Þetta smellpassar allt!

Mynd af Jón Andri Óskarsson
Jón Andri Óskarsson
Verkefnastjóri