Dansgólfið

7. sept 2022

Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar!

Ef við erum heppin þá munum við eignast nokkrar dyr í gegnum lífið. Útidyr, herbergisdyr, geymsludyr, svaladyr og jafnvel fleiri tugi bílhurða og kannski eina eða tvær sumarbústaðadyr.

Það sem við viljum hinsvegar ekki er að einhver óboðinn gestur banki á þessar dyr eða reyni að opna þær þegar við kærum okkur ekki um.

Þess vegna er það rosalega einfalt og þægilegt að geta haft snjallt öryggiskerfi á heimilinu svo eitthvað kemur upp á eða gerist þá getur þú fengið tilkynninguna beinustu leið í snjallsímann þinn, sama hvar þú ert í heiminum, svo lengi sem þú ert í netsambandi!

Þá er Stjórnstöð og Hurðaskynjari frá Ajax blanda fyrir þig. Malt og appelsín á ekki roð í þessa!

Læstar dyr eiga að vera læstar, og þú getur gengið að því vísu að með hurðaskynjaranum frá Ajax þá fær engin að opna þínar dyr án þess að þú vitir af því!

Með SjálfsVörn hjá Nova getur þú fengið glæsilegt úrval öryggisbúnaðar frá Ajax, raðað saman og stillt upp nákvæmlega þeim vörum sem henta þér á hlægilegum prís - allt til þess að þér og þínum líði vel og þið séuð sem öruggust.

Kíktu á SjálfsVörn hjá Nova og skoðaðu úrvalið, við eigum græjuna og samsetninguna fyrir þig! Þetta smellpassar allt!

Mynd af Jón Andri Óskarsson
Jón Andri Óskarsson
Verkefnastjóri