Dansgólfið

7. sept 2022

VoWiFi er lent hjá Nova!

VoWiFi er lent hjá Nova!

Við erum svo sannarlega komin inn í framtíðina. Við höfum alltaf sagt að framtíðin sé í tækninni og tæknin er svo sannarlega framtíðin.

Nova mun á næstunni opna fyrir VoWiFi (Voice over WiFi) möguleikann í iPhone snjallsímum frá Apple. Við opnuðum á þennan fítus í Samsung tækjum í Maí, en núna er svo sannarlega komið að Apple græjunum!

Við munum opna á þennan magnaða möguleika þegar Apple rúllar út nýrri stýriskerfisuppfærslu með nýju iOS 16 uppfærslunni sem Apple mun kynna á Apple Keynote kynningunni síðar í dag.

Þetta mun án efa reynast viðskiptavinum vel sem hafa verið í vandræðum með farsímasamband í vissum aðstæðum, þar sem dauðir blettir eru á þjónustusvæði, í dreifbýli og fleiri stöðum.

Nova er fyrsta fjarskiptafyrirtækið til að koma með þessa lausn á Íslandi og við höldum áfram að ryðja brautina.

Það er því hægt að vera í besta mögulega farsímasambandinu, þegar þú ert á WiFi ef þú ert með farsímann hjá Nova!

Lærðu hvernig þú kveikir á VoWiFi í Hjálpinni!

Mynd af Benedikt Ragnarsson
Benedikt Ragnarsson
Plötusnúður / CTO