Við erum svo sannarlega komin inn í framtíðina. Við höfum alltaf sagt að framtíðin sé í tækninni og tæknin er svo sannarlega framtíðin.
Nova mun á næstunni opna fyrir VoWiFi (Voice over WiFi) möguleikann í iPhone snjallsímum frá Apple. Við opnuðum á þennan fítus í Samsung tækjum í Maí, en núna er svo sannarlega komið að Apple græjunum!
Við munum opna á þennan magnaða möguleika þegar Apple rúllar út nýrri stýriskerfisuppfærslu með nýju iOS 16 uppfærslunni sem Apple mun kynna á Apple Keynote kynningunni síðar í dag.
Nú er hægt að koma fljúgandi farsímasambandi í alla króka og kima, kjallara, bílskúra, sumarhús, jarðhýsi, skip, flugvélar og geimflaugar í gegnum WiFi. Þessi tækni byggir á sömu grundvallaratriðum og VoLTE, en nýtir þá WiFi tengingu sem er til staðar til að hringja símtölin.
Með VoWifi talar farsímakerfi Nova við hvaða WiFi kerfi sem snjallsíminn þinn er með aðgengi að á hverjum tíma. VoWiFi er nú í boði í öllum nýrri týpum af Samsung og iPhone símum.
Þannig má stækka farsímasamband í gegnum WiFi sem tengt er við ljósleiðara og aðrar nettengingar og kasta áfram út í króka og kima og fá um leið frábært farsímasamband.
Þannig er kastarinn frábær viðbót inn á heimili og aðra staði til þess að vera fullviss um að ná netinu hvar sem er og þar af leiðandi farsímasambandinu góða!
Nova er fyrsta fjarskiptafyrirtækið til að innleiða VoWiFi á Íslandi og við höldum áfram að ryðja brautina og viljum vera fyrst með nýjungar.
Það er því hægt að vera í besta mögulega farsímasambandinu, þegar þú ert á WiFi ef þú ert með farsímann hjá Nova!
Lærðu hvernig þú kveikir á VoWiFi í Hjálpinni!