Farsímaþjónusta
Áskrift
Komdu til Nova!
Ótakmörkuð símtöl og SMS á Íslandi og þegar þú ert í Evrópu (EES) fylgja!
Notaðu símann og nýttu þér snjalltækin. Þau eiga að einfalda lífið, en ekki taka það yfir. Finndu þitt jafnvægi, taktu skjáhvíld við og við og upplifðu áskrift að fullkomnu sím–zen.
Vertu á staðnum.

Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.
Áskrift hjá Nova
Hver er munurinn á Frelsi og Áskrift?
Áskrift er þjónustuleið í farsímaþjónustu sem er greidd eftir á. Í farsímaþjónustu hjá Nova, bæði Áskrift og Frelsi er frítt að hringja og senda SMS á Íslandi og líka þegar þú ert í Evrópu (EES).
Í Áskrift velur þú áskriftarleið út frá þinni netnotkun, síðan getur þú valið um aukaþjónustur eins og Útlandapakka, Ferðapakka og Aukakort. Þú velur svo hvort þú vilt greiða fyrir áskriftina í netbankanum þínum eða lætur skuldfæra hana af kreditkorti sjálfkrafa.
Frelsi er fyrirframgreidd þjónustuleið þar sem er hægt að fylla inn á sig inneign eftir þörfum eða vera með mánaðarlega áfyllingu sem er gjaldfærð sjálfkrafa og kemur í veg fyrir að þú verðir inneigna- eða netlaus. Til að númerið haldist galopið þarftu einfaldlega að kaupa áfyllingu á þriggja mánaða fresti.
Hvað kostar að nota símann í útlöndum?
Nova býður farsímaþjónustu í yfir 216 löndum í samstarfi við erlend símafélög. Viðskiptavinir Nova í Áskrift og Frelsi eru því í góðu sambandi á ferðum sínum erlendis. Í flestum löndum er í boði 3G netþjónusta en 4G netþjónusta er í boði í sífellt fleiri löndum.
Það er misjafnt hvað það kostar að nota símann í útlöndum og það fer algjörlega eftir því hvert þú ert að fara. Ef þú ert að ferðast innan EES þá ertu með innifalið gagnamagn, en það er mismunandi eftir áfyllingum. Þú getur skoðað hvað þú ert með með mikið gagnamagn innifalið í Stólnum í Nova appinu og auðvitað í verðskránni Ef þú ert að ferðast utan EES þá gæti Ferðapakkinn verið tilvalinn fyrir þig.
Hvað kostar að hringja til útlanda?
Það fer alveg eftir því til hvaða lands þú ætlar að hringja. Þú getur flett upp landinu sem þú ætlar að hringja til og séð hvað það kostar. Ef þú ert að hringja reglulega til útlanda, gæti verið að útlandapakkinn henti þér betur. En svo er auðvitað tilvalið að nota netið til þess að hringja í alla vinina sem búa í útlöndum.
Hvernig virkar aukakort með farsíma Áskrift?
Aukakort er auka símkort þar sem þú samnýtir netpakkann þinn. Þú getur t.d. notað Aukakort í snjalltæki, spjaldtölvu eða 4.5G netbúnað.
Hvernig breyti ég um Vinatón?
Það er lítið mál að breyta um Vinatón, þú græjar það í Nova appinu eða á tónlistinn.is. Ef þú vilt frekar hafa gamla góða sóninn þá getur þú slökkt á Vinatóninum í Stólnum í Nova appinu.
Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
Ef þú færð nýtt símkort þarftu að virkja rafrænu skilríkin þín aftur, þar sem þau eru tengd við símkortið. Þegar nýja símkortið er komið í símann getur þú farið í þinn banka og virkjað rafrænu skilríkin þín eða pantað tíma í virkjun í verslun okkar í Lágmúla 9 á noona.is.
Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf símkortið þitt að styðja þjónustuna. Þú getur athugað hvort símkortið þitt styðji rafræn skilríki.
Ef kortið þitt styður ekki rafræn skilríki komdu þá við í næstu verslun eða heyrðu í okkur annað hvort á netspjallinu eða í 519 1919 og við sendum nýtt símkort til þín.