Farsímaþjónusta
Áskrift
Almennt
Hvað er Áskrift?
Áskrift er þjónustuleið í farsímaþjónustu sem er greidd eftir á. Í farsímaþjónustu hjá Nova bæði Áskrift og Frelsi er frítt að hringja og senda SMS á Íslandi og líka þegar þú ert í Evrópu (EES).
Í Áskrift velur þú þá áskriftarleið út frá þinni netnotkun, síðan getur þú valið um aukaþjónustur eins og útlandapakka, ferðapakka og aukakort. Þú velur svo hvort þú vilt greiða fyrir áskriftina í heimabankanum þínum eða lætur skuldfæra hana af kreditkorti sjálfkrafa.
Hvernig kem ég með símann minn til Nova?
Það kostar ekkert og tekur aðeins 10 mínútur að flytja númerið yfir til Nova. Það er rosa auðvelt að gera þetta sjálfur hér ef þú vilt gera þetta með okkur geturu auðvitað heyrt í okkur á netspjallinu eða í 519 1919 og við klárum málin saman. Við sendum svo símkortið heim til þín eða þú sækir það til okkar í næstu verslun.
Hvernig virkar Aukakort?
Aukakort er auka símkort þar sem þú samnýtir netpakkann þinn. Þú getur t.d. notað Aukakort í spjaldtölvu, hnetu og 4G boxi.
Hvar get ég fylgst með notkuninni minni?
Í Stólnum í Nova appinu er ekkert mál að fylgjast með allri þinni notkun.
Hvað kostar Áskrift?
Hvað kostar Áskrift mánaðarlega?
Áskrift getur kostað allskonar, það veltur á því hversu mikið net þú þarft, hvort þú hringir til útlanda o.s.fr.v. Skoðaðu verðskrána.
Hvað gerist ef ég fer yfir innifalið gagnamagn þjónustuleiðar?
Ef þú klárar netpakkann þinn þá sjáum við til þess að þú sért alltaf með besta dílinn og þú stækkar sjálfkrafa í næsta netpakka fyrir ofan.
Hvernig breyti ég þjónustu?
Hvernig breyti ég um þjónustuleið?
Þú getur stækkað og minnkað þjónustuleiðina þína í stólnum í Nova appinu.
Hvernig breyti ég um greiðslumáta?
Var gamla greiðslukortið að renna út og þú fékkst nýtt? Ekkert mál. Heyrðu í okkur í þjónustuverinu í 519 1919 og við klárum málið saman.
Ég er í Áskrift og vil breyta í Frelsi, hvernig geri ég það?
Til að breyta í Frelsi þarftu að koma til okkar í verslun með skilríki eða senda okkur tölvupóst á nova@nova.is með beiðninni frá skráðu netfangi. Endilega heyrðu í okkur á netspjallinu eða í síma 519 1919 ef það er eitthvað.
Ef ég breyti úr Áskrift í Frelsi, þarf ég samt að borga fyrir allan mánuðinn?
Ef þú vilt breyta úr Áskrift í Frelsi í miðjum mánuði þá hlutfallast áskriftin og þú greiðir einungis fyrir þá daga sem þú varst í áskrift.
Hvernig breyti ég um notanda á númerinu?
Greiðandi númersins getur breytt um notanda númersins. Heyrðu í okkur á netspjallinu eða í 519 1919.
Hvernig skipti ég um rétthafa númersins?
Rétthafi er eigandi númersins og jafnframt greiðandi þess. Til að skipta um rétthafa þarf núverandi rétthafi að samþykkja, sem og verðandi rétthafi. Heyrðu í okkur á netspjallinu eða í 519 1919 og við klárum málið saman.
Hvernig slekk ég á Talhólfinu?
Það er ekkert mál að slökkva á Talhólfinu í Stólnum í Nova appinu.
Hvernig breyti ég um vinatón?
Það er lítið mál að breyta um vinatón, þú græjar það í Nova appinu eða hér.
Hvernig slekk ég á vinatóninum?
Ef þú vilt frekar hafa gamla góða sóninn þá getur þú slökkt á vinatóninum í stólnum í Nova appinu.
Mínus átján
Hvað er mínus átján?
Mínus átján er frí mánaðarleg áfylling í Frelsi fyrir alla yngri en átján ára. Innifalið er 1 GB á Íslandi og ótakmörkuð símtöl og sms á Íslandi og í Evrópu (EES).
Ég er í útlöndum
Hvað get ég notað mörg GB þegar ég ferðast til Evrópu, EES?
Innifalið gagnamagn er mismunandi eftir því í hvaða áskriftarleið þú ert í. Þú getur séð hvað er innifalið hjá þér í Stólnum í Nova appinu eða í verðskránni.
Hvað kostar að nota símann í útlöndum?
Það fer alveg eftir því hvert þú ert að fara! Skoðaðu verðskrána.
Get ég notað símann minn þegar ég ferðast utan EES?
Nova býður farsímaþjónustu í yfir 216 löndum í samstarfi við erlend símafélög. Viðskiptavinir Nova í Áskrift og Frelsi eru því í góðu sambandi á ferðum sínum erlendis. Í flestum löndum er í boði 3G netþjónusta en 4G netþjónusta er í boði í sífellt fleiri löndum.
Kynntu þér vel hvað kostar að nota Nova farsíma erlendis hér.
Ég er að hringja í útlensk númer
Hvað kostar að hringja til útlanda?
Það fer alveg eftir því til hvaða lands þú ætlar að hringja. Fléttu upp landinu sem þú ert að hringja til hér.
Ef þú ert að hringja reglulega til útlanda, gæti verið að útlandapakkinn henti þér betur.
Tæknital og þjónustusvæði
Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf símkortið þitt að styðja þjónustuna. Þú getur athugað hvort símkortið þitt styðji rafræn skilríki hér.
Ef kortið þitt styður ekki rafræn skilríki komdu þá við í næstu verslun eða heyrðu í okkur annað hvort á netspjallinu eða í 519 1919 og við sendum nýtt símkort til þín.
Í framhaldinu virkjar þú rafrænu skilríkin í bankanum þínum.
Hvað kostar að nota rafræn skilríki?
Það kostar ekkert að nota rafræn skilríki innanlands. Notkun rafrænna skilríkja erlendis fylgir verðskrá í hverju landi, 1 SMS pr. notkun.
Hver er munurinn á 4G og 4.5G neti?
4G net getur náð mjög fínum hraða, eða allt frá 25 megabitum á sekúndu og upp í 50 megabita við eðlilegar aðstæður. Það er nóg til að streyma 4K myndefni við góðar aðstæður, og gott betur.
4.5G er okkar nýjasta kerfi og býður upp á ljósleiðarahraða á farsímaneti. Það nær enn meiri hraða og getur komið þér umfram 100 megabita á sekúndu.
Hvað er þetta VoLTE?
Sko, VoLTE táknar ekki volgt te, heldur stendur það fyrir Voice over Long-Term Evolution sem þýðir rödd yfir langtímaþróun… eða eitthvað. Allavega, ef síminn þinn styður svoleiðis, þá streymum við símtalinu beint yfir netið í hágæðahljómi og háskerpu — í stað þess að það fari í gegnum símkerfið. Þú heyrir muninn… vonandi!
Hvernig er þjónustusvæðið hjá Nova?
Farsíma- og netkerfi Nova nær til 95% landsmanna og Nova býður farsímaþjónustu í yfir 216 löndum í samstarfi við erlend símafélög.
Þú getur séð allt um þjónustusvæði Nova hér.
Hvernig hringi ég í Talhólfið?
Númerið á Talhólfinu þínu er 770 1717.
Hjálp! Ég þarf aðstoð!
Hvað geri ég ef símkort tapast?
Ef símkort tapast er mikilvægt að tilkynna það til okkar á netspjallinu eða í 519 1919 og við lokum á það.
Ég er í útlöndum og netið virkar ekki!?
Það er gott að athuga fyrst hvort það sé ekki örugglega kveikt á Data Roaming, en það þarf að vera kveikt til þess að geta notað netið erlendis.
Einnig er gott að slökkva og kveikja á tækinu ef netið dettur ekki strax inn.
Í Nova appinu eru líka stillingar sem þú getur stjórnað „Notkun erlendis“ og „Netið í símann erlendis“, þær gætu verið lokaðar. Athugið ef þú ert ekki með net eða WiFi getur þú ekki kveikt á stillingunum en þú getur líka heyrt í okkur á netspjallinu eða í þjónustuver okkar í síma 519 1919.
Ég er í útlöndum og síminn virkar ekki!?
Það virkar oft að slökkva og kveikja á farsímanum svo það er gott að byrja á því. Þá velur síminn sjálfvirkt eitt af símafélögunum í útlandinu.
Ef það virkar ekki getur þú prófað að velja símafélag handvirkt. Í flestum símatækjum er það gert í stillingum og valið carrier eða network.
Í Nova appinu eru einnig stillingar sem þú getur stjórnað „Notkun erlendis“ og „Netið í símann erlendis“, þær gætu verið lokaðar. Athugið ef þú ert ekki með net eða WiFi getur þú ekki kveikt á stillingunum en þú getur líka heyrt í okkur á netspjallinu eða í þjónustuver okkar í síma 519 1919.