nav-trigger
navigateupTil baka

Verðskrá

Farsímaþjónusta

Áskrift
Tölum saman
Ótakmarkaðar mínútur og SMS/MMS í alla farsíma og heimasíma á Íslandi!1.290 kr.pr. mánSérstaklega er greitt fyrir símtöl í upplýsingaveitur, þjónustunúmer, símtöl/ SMS til útlanda og notkun erlendis.Fjögur frelsiskort fylgja fyrir 18 ára og yngri: Tölum saman og 1 GB.
Netið í símann
100 MB290 kr.pr. mán1 GB1.490 kr.pr. mán5 GB - Tilboð í áskrift: 1.990 kr.2.490 kr.pr. mán10 GB - Tilboð í áskrift: 2.990 kr.3.490 kr.pr. mán25 GB - Tilboð í áskrift: 3.990 kr.4.490 kr.pr. mán50 GB5.490 kr.pr. mán100 GB7.490 kr.pr. mán250 GB9.490 kr.pr. mán
Ferðapakki: Þú í útlöndum

Við mælum með Ferðapakkanum fyrir fólk á ferð og flugi!
Þú borgar minna fyrir að nota farsímann í útlöndum ef þú ert með Ferðapakka áfyllingu og þá sérstaklega fyrir netið í símann.
Innifalið í áfyllingunni eru ótakmarkaðar mínútur, SMS og netið í símann 500 MB á dag. Þú getur því googlað eins og þú vilt, fylgst með tölvupóstinum, Facebook og snappað áhyggjulaust í fríinu og viðskiptaferðinni.
Ferðapakkinn gildir þegar ferðast er til Evrópu (EU lönd), USA og Kanada. Utan þessara landa gildir almenn verðskrá Nova fyrir notkun erlendis.
Eingöngu er greitt daggjald fyrir þá daga sem síminn er notaður í útlöndum.
Ef þú ert í áskrift skráir þú þig í Ferðapakkann í Nova appinu undir Stóllinn eða í þjónustuveri Nova í síma 519 1919.
Ef þú ert í frelsi þá kaupir þú Ferðapakkaáfyllingu undir Fyllt´ann í Nova appinu eða nova.is.

Daggjald690 kr.dagurinnNetið í símann 500 MBinnifalið í daggjaldiStartgjald: Hringt til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.pr. símtalMínútuverð: Hringt til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.mín.Mínútuverð: Móttekið símtal í löndum í ferðapakka0 kr.mín.SMS: Sent til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.skeytiðSé hringt til lands / sent SMS í hærri verðflokki gildir sú verðskrá, sjá hér. Netið í símann pakkar gilda ekki erlendis.Ef þú klárar 500 MB innifalið gagnamagn þá kemur nýr dagur í áskrift en í frelsi er tekið af inneign fyrir netnotkun.

Gildir í þessum löndum: Bandaríkin (USA), Kanada, Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Færeyjar, Finnland, Frakkland, Grikkland, Grænland, Holland, Írland, Ítalía, Jersey, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

Útlandapakki: Hringt til útlanda

Skráðu þig í útlandapakkann til að hringja til útlanda á lægra verði.
Innifalið: Ótakmarkaðar mínútur og SMS í erlenda heimasíma og farsíma.
Ef þú ert í áskrift skráir þú þig í Útlandapakkann í Nova appinu undir Stóllinn eða í þjónustuveri Nova í síma 519 1919.
Ef þú ert í frelsi þá kaupir þú Útlandaáfyllingu undir Fyllt´ann í Nova appinu eða nova.is.

Útlandapakki, frelsi og áskrift790 kr.pr. mán

Gildir þegar hringt er til: Andorra, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Japan, Kanada, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

Þjónusta Nova
Númeraflutningur frá öðru símafyrirtæki til Nova0 kr.stofngjaldNýtt númer 77X-XXXX1.990 kr.stofngjaldGullnúmer 77X-XXXX5.990 kr.stofngjaldNýtt símkort, endurnýjun990 kr.Rafræn birting í heimabanka119 kr.Rétthafabreyting - nýr greiðandi990 kr.Greiðslugjald farsími325 kr.pr. mánVanskilagjald690 kr.Heimsending - farsími990 kr.Heimsending- símkort0 kr.Vinatónar - kaupa nýjan tón199 kr.Talhólf 770 17170 kr.mín.Tímamæling: Símtöl innanlands60 sek.Tímamæling: Símtöl í þjónustunúmer, stuttnúmer og Tetra60 sek.Tímamæling: Internet10 KB.Þú getur alltaf hringt í þjónustuver Nova fyrir 0 kr. hvort sem þú ert á Íslandi eða hringir frá útlöndum.
Þjónustunúmer og rafræn skilríki
800 númer - Hefðbundið símtal: Startgjald (10 kr.) og mínútuverð (20 kr.)30 kr.mín.900 númer - Gjald viðkomandi þjónustuaðila og hefðbundið símtal: Startgjald (10 kr.) og mínútuverð (20 kr.).30 kr.mín.Símtöl í stuttnúmer og Tetra - Hefðbundið símtal: Startgjald (10 kr.) og mínútuverð (20 kr.).30 kr.mín.Símtöl í Iridium gervihnattarsíma auk startgjalds790 kr.mín.Símtöl í aðra gervihnattarsíma auk startgjalds990 kr.mín.1818 Upphafsgjald (195 kr. + 10 kr. startgjald)205 kr.pr. símtal1818 Mínútuverð (175 kr. + 20 kr. mínútuverð)195 kr.mín.1818 SMS í fyrirspurn53 kr.skeytið1818 Já í símann179 kr.pr. mán1819 Upphafsgjald (160 kr. + 10 kr. startgjald Nova)170 kr.pr. símtal1819 Mínútuverð (148 kr. + 20 kr. mínútugjald Nova)168 kr.mín.1800 Símtalið, óháð mínútufjölda275 kr.mín.1811 Upphafsgjald (88,90 kr. + 10 kr. startgjald Nova)98,90 kr.pr. símtal1811 Mínútuverð (184,80 kr. + 20 kr.mínútugjald Nova)204,80 kr.mín.Notkun á rafrænum skilríkjum innanlands0 kr.Notkun á rafrænum skilríkjum erlendis: Fylgir SMS verðskrá Nova fyrir notkun erlendis, 1 SMS pr. notkun
Neyðarlínan og Rauði krossinn
Neyðarlínan 1120 kr.mín.Rauði krossinn 17170 kr.mín.
Frelsi
0 kr. Nova í Nova
Ótakmarkaðar mínútur og SMS/MMS í alla hjá Nova fylgir!0 kr.pr. mánStartgjald annað en Nova10 kr.pr. símtalMúnútuverð annað en í Nova20 kr.pr. símtalSMS/MMS annað en í Nova14 kr.skeytið
Netið í símann
Dagurinn: 5MB59 kr.dagurinn1 GB1.490 kr.pr. mán5 GB2.490 kr.pr. mán10 GB3.490 kr.pr. mán25 GB4.490 kr.pr. mán50 GB5.490 kr.pr. mán100 GB7.490 kr.pr. mán250 GB9.490 kr.pr. mán
Tölum saman áfyllingar
Tölum saman og 1 GB - tilboðsáfylling1.490 kr.pr. mánTölum saman og 5 GB - tilboðsáfylling1.990 kr.pr. mánTölum saman og 10 GB - tilboðsáfylling2.990 kr.pr. mánMánaðarleg áfylling gildir í mánuð, innanlands.Ótakmarkaðar mínútur og SMS/MMS í alla farsíma og heimasíma á Íslandi!Sérstaklega er greitt fyrir símtöl í upplýsingaveitur, þjónustunúmer, símtöl/ SMS til útlanda og notkun erlendis.Fyllt á frelsið gildir í 90 daga, innanlands og erlendis.Fyllt á netið gildir í 30 daga, innanlands.
Ferðapakki: Þú í útlöndum

Við mælum með Ferðapakkanum fyrir fólk á ferð og flugi!
Þú borgar minna fyrir að nota farsímann í útlöndum ef þú ert með Ferðapakka áfyllingu og þá sérstaklega fyrir netið í símann.
Innifalið í áfyllingunni eru ótakmarkaðar mínútur, SMS og netið í símann 500 MB á dag. Þú getur því googlað eins og þú vilt, fylgst með tölvupóstinum, Facebook og snappað áhyggjulaust í fríinu og viðskiptaferðinni.
Ferðapakkinn gildir þegar ferðast er til Evrópu (EU lönd), USA og Kanada. Utan þessara landa gildir almenn verðskrá Nova fyrir notkun erlendis.
Eingöngu er greitt daggjald fyrir þá daga sem síminn er notaður í útlöndum.
Ef þú ert í áskrift skráir þú þig í Ferðapakkann í Nova appinu undir Stóllinn eða í þjónustuveri Nova í síma 519 1919.
Ef þú ert í frelsi þá kaupir þú Ferðapakkaáfyllingu undir Fyllt´ann í Nova appinu eða nova.is.

Ef þú klárar 500 MB innifalið gagnamagn þá kemur nýr dagur í áskrift en í frelsi er tekið af inneign fyrir netnotkun.

Gildir í þessum löndum: Bandaríkin (USA), Kanada, Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Færeyjar, Finnland, Frakkland, Grikkland, Grænland, Holland, Írland, Ítalía, Jersey, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

Útlandapakki: Hringt til útlanda

Skráðu þig í útlandapakkann til að hringja til útlanda á lægra verði.
Innifalið: Ótakmarkaðar mínútur og SMS í erlenda heimasíma og farsíma.
Ef þú ert í áskrift skráir þú þig í Útlandapakkann í Nova appinu undir Stóllinn eða í þjónustuveri Nova í síma 519 1919.
Ef þú ert í frelsi þá kaupir þú Útlandaáfyllingu undir Fyllt´ann í Nova appinu eða nova.is.

Útlandapakki, frelsi og áskrift790 kr.pr. mán

Gildir þegar hringt er til: Andorra, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Japan, Kanada, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

Þjónusta Nova
Númeraflutningur frá öðru símafyrirtæki til Nova0 kr.stofngjaldNýtt númer 77X-XXXX1.990 kr.stofngjaldGullnúmer 77X-XXXX5.990 kr.stofngjaldNýtt símkort, endurnýjun990 kr.Rafræn birting í heimabanka119 kr.Rétthafabreyting - nýr greiðandi990 kr.Greiðslugjald farsími325 kr.pr. mánVanskilagjald690 kr.Heimsending - farsími990 kr.Heimsending- símkort0 kr.Vinatónar - kaupa nýjan tón199 kr.Talhólf 770 17170 kr.mín.Tímamæling: Símtöl innanlands60 sek.Tímamæling: Símtöl í þjónustunúmer, stuttnúmer og Tetra60 sek.Tímamæling: Internet10 KB.Þú getur alltaf hringt í þjónustuver Nova fyrir 0 kr. hvort sem þú ert á Íslandi eða hringir frá útlöndum.
Þjónustunúmer og rafræn skilríki
800 númer - Hefðbundið símtal: Startgjald (10 kr.) og mínútuverð (20 kr.)30 kr.mín.900 númer - Gjald viðkomandi þjónustuaðila og hefðbundið símtal: Startgjald (10 kr.) og mínútuverð (20 kr.).30 kr.mín.Símtöl í stuttnúmer og Tetra - Hefðbundið símtal: Startgjald (10 kr.) og mínútuverð (20 kr.).30 kr.mín.Símtöl í Iridium gervihnattarsíma auk startgjalds790 kr.mín.Símtöl í aðra gervihnattarsíma auk startgjalds990 kr.mín.1818 Upphafsgjald (195 kr. + 10 kr. startgjald)205 kr.pr. símtal1818 Mínútuverð (175 kr. + 20 kr. mínútuverð)195 kr.mín.1818 SMS í fyrirspurn53 kr.skeytið1818 Já í símann179 kr.pr. mán1819 Upphafsgjald (160 kr. + 10 kr. startgjald Nova)170 kr.pr. símtal1819 Mínútuverð (148 kr. + 20 kr. mínútugjald Nova)168 kr.mín.1800 Símtalið, óháð mínútufjölda275 kr.mín.1811 Upphafsgjald (88,90 kr. + 10 kr. startgjald Nova)98,90 kr.pr. símtal1811 Mínútuverð (184,80 kr. + 20 kr.mínútugjald Nova)204,80 kr.mín.Notkun á rafrænum skilríkjum innanlands0 kr.Notkun á rafrænum skilríkjum erlendis: Fylgir SMS verðskrá Nova fyrir notkun erlendis, 1 SMS pr. notkun
Neyðarlínan og Rauði krossinn
Neyðarlínan 1120 kr.mín.Rauði krossinn 17170 kr.mín.

Ljósleiðari

Ljósleiðari
Stofngjald0 kr.Mánaðargjald 200 GB3.990 kr.pr. mán - Umframnotkun 100 GB990 kr.Mánaðargjald 2.000 GB5.990 kr.pr. mán - Umframnotkun 1.000 GB990 kr.Gagnaveitan aðgangsgjald 500 Mb/s hraði2.680 kr.pr. mánGagnaveitan aðgangsgjald 1000 Mb/s hraði3.180 kr.pr. mánLeiga á netbeini (WiFi router)690 kr.pr. mánNetbeini ekki skilað við uppsögn eða hann skemmist9.990 kr.
Annað
Rafræn birting í heimabanka119 kr.Heimsending úr vefverslun990 kr.Vanskilagjald690 kr.Rétthafabreyting - nýr greiðandi990 kr.

4G Netþjónusta

Áskrift
1 GB1.490 kr.pr. mán5 GB2.490 kr.pr. mán10 GB3.490 kr.pr. mánUmframnotkun á ofangreindum pökkum: 1 GB1.490 kr.25 GB4.490 kr.pr. mán50 GB5.490 kr.pr. mán100 GB7.490 kr.pr. mánUmframnotkun á ofangreindum pökkum: 5 GB1.490 kr.250 GB9.490 kr.pr. mán500 GB15.490 kr.pr. mánUmframnotkun á ofangreindum pökkum: 10 GB1.490 kr.
Frelsi
1 GB netáfylling1.490 kr.5 GB netáfylling2.490 kr.10 GB netáfylling3.490 kr.25 GB netáfylling4.290 kr.50 GB netáfylling5.490 kr.100 GB netáfylling7.490 kr.250 GB netáfylling9.490 kr.Netáfylling gildir í 30 daga
Annað
Nýtt númer 77x-xxxx0 kr.stofngjaldRafræn birting í heimabanka119 kr.Heimsending úr vefverslun990 kr.Greiðslugjald vegna greiðsludrefingar á netbúnaði199 kr.4G netbúnaður, uppsögn á 6 mánaða samningi6.990 kr.Vanskilagjald690 kr.Rétthafabreyting - nýr greiðandi990 kr.
Tímamæling / gagnamæling
Allt gagnamagn, innlent og erlent, sótt og sent

Notkun erlendis

Hvert ertu að fara?

VerðflokkurFlokkur 1Flokkur 1Flokkur 2Flokkur 3Flokkur 4Flokkur 5
VerðskráÁlag á innifalda notkunAlmennt verðAlmennt verðAlmennt verðAlmennt verðAlmennt verð
Startgjald: Hringt til Íslands0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr.
Mínútuverð: Hringt til Íslands8,71 kr. 28,71 kr. 39,00 kr. 99,00 kr. 459,00 kr. 679,00 kr.
Mínútuverð: Símtöl móttekið1,98 kr. 1,98 kr. 9,00 kr. 99,00 kr. 79,00 kr. 239,00 kr.
SMS: Sent til Íslands3,48 kr. 10,91 kr. 39,00 kr. 49,00 kr. 79,00 kr. 99,00 kr.
Netið í símann 1 MB8,71 kr. 11,61 kr. 39,00 kr. 99,00 kr. 1.890,00 kr. 2.490,00 kr.
VerðflokkurFlokkur 1Flokkur 1Flokkur 2
VerðskráÁlag á innifalda notkunAlmennt verðAlmennt verð
Startgjald: Hringt til Íslands0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr.
Mínútuverð: Hringt til Íslands8,71 kr. 28,71 kr. 39,00 kr.
Mínútuverð: Símtöl móttekið1,98 kr. 1,98 kr. 9,00 kr.
SMS: Sent til Íslands3,48 kr. 10,91 kr. 39,00 kr.
Netið í símann 1 MB8,71 kr. 11,61 kr. 39,00 kr.
VerðflokkurFlokkur 3Flokkur 4Flokkur 5
VerðskráÁlag á innifalda notkunAlmennt verðAlmennt verð
Startgjald: Hringt til Íslands0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr.
Mínútuverð: Hringt til Íslands99,00 kr. 459,00 kr. 679,00 kr.
Mínútuverð: Símtöl móttekið99,00 kr. 79,00 kr. 239,00 kr.
SMS: Sent til Íslands49,00 kr. 79,00 kr. 99,00 kr.
Netið í símann 1 MB99,00 kr. 1.890,00 kr. 2.490,00 kr.

Verðflokkur 1: Verðskrá flokksins gildir þegar hringt er/sent SMS í íslensk númer, númer í sama verðflokki og ódýrari verðflokki. Ef hringt er/sent SMS til lands í dýrari verðflokki þá gildir verðflokkur þess lands.
Dæmi: Þú ert á Spáni og hringir í íslenskt númer, þá gildir álag á innifalda notkun eða almennt verð eftir því sem við á skv. þinni þjónustuleið. Þú ert á Spáni og hringir í spænskt númer þá gildir flokkur 1, almennt verð. Þú ert á Spáni og hringir í kínverskt númer þá gildir flokkur 4.
Ath. Ef þú ert í ferðapakkanum þá gildir verðskrá ferðapakkans, sjá hér að neðan.

Ferðapakki: Þú í útlöndum

Við mælum með Ferðapakkanum fyrir fólk á ferð og flugi!
Þú borgar minna fyrir að nota farsímann í útlöndum ef þú ert með Ferðapakka áfyllingu og þá sérstaklega fyrir netið í símann.
Innifalið í áfyllingunni eru ótakmarkaðar mínútur, SMS og netið í símann 500 MB á dag. Þú getur því googlað eins og þú vilt, fylgst með tölvupóstinum, Facebook og snappað áhyggjulaust í fríinu og viðskiptaferðinni.
Ferðapakkinn gildir þegar ferðast er til Evrópu (EU lönd), USA og Kanada. Utan þessara landa gildir almenn verðskrá Nova fyrir notkun erlendis.
Eingöngu er greitt daggjald fyrir þá daga sem síminn er notaður í útlöndum.
Ef þú ert í áskrift skráir þú þig í Ferðapakkann í Nova appinu undir Stóllinn eða í þjónustuveri Nova í síma 519 1919.
Ef þú ert í frelsi þá kaupir þú Ferðapakkaáfyllingu undir Fyllt´ann í Nova appinu eða nova.is.

Daggjald690 kr.dagurinnNetið í símann 500 MBinnifalið í daggjaldiStartgjald: Hringt til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.pr. símtalMínútuverð: Hringt til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.mín.Mínútuverð: Móttekið símtal í löndum í ferðapakka0 kr.mín.SMS: Sent til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.skeytiðSé hringt til lands / sent SMS í hærri verðflokki gildir sú verðskrá, sjá hér. Netið í símann pakkar gilda ekki erlendis.Ef þú klárar 500 MB innifalið gagnamagn þá kemur nýr dagur í áskrift en í frelsi er tekið af inneign fyrir netnotkun.

Gildir í þessum löndum: Bandaríkin (USA), Kanada, Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Færeyjar, Finnland, Frakkland, Grikkland, Grænland, Holland, Írland, Ítalía, Jersey, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

Netið í útlöndum

Við mælum ekki með því að nota netið í símanum erlendis nema í þeim löndum þar sem ferðapakkinn gildir. Vertu viss um að númerið þitt sé skráð í ferðapakkann, sjá Nova appið, Stóllinn/Stillingar.
Ef þú ert ekki í ferðapakkanum er lokað fyrir netið í símann í verðflokki 1 þegar netnotkun er komin yfir 50 evrur hjá viðskiptavinum í áskrift. Hægt er að óska eftir að halda opnu fyrir netið með því að svara SMS skeytinu sem þú færð sent með textanum OPNA.
Lokað er fyrir netið í símann í löndum í verðflokkum 4-5 hjá viðskiptavinum í áskrift og frelsi en hægt er að óska eftir opnun ef nauðsynlega þarf að komast á netið. Það er gert með því að svara SMS skeytinu og sem þú færð sent með textanum OPNA.

Talhólf í útlöndum

Viðskiptavinir í áskrift greiða ekki fyrir símtöl í talhólfið í löndum í verðflokki 1 en í öðrum löndum er greitt fyrir að móttaka símtöl í talhólf.
Einnig er greitt samkvæmt verðskrá hvers flokks þegar hringt er í talhólfið og hlustað á skilaboð.
Hjá viðskiptavinum í frelsi er talhólfið aftengt í útlöndum en sett á aftur við komuna til Íslands.

Hringt til útlanda

Veldu land sem hringt er til

VerðflokkurFlokkur 1Flokkur 2Flokkur 3Flokkur 4Flokkur 5
Startgjald10,00 kr. 10,00 kr. 10,00 kr. 10,00 kr. 10,00 kr.
Mínútuverð: Hringt til útlanda49,00 kr. 69,00 kr. 79,00 kr. 89,00 kr. 199,00 kr.
SMS22,00 kr. 22,00 kr. 22,00 kr. 22,00 kr. 22,00 kr.
VerðflokkurFlokkur 1Flokkur 2
Startgjald10,00 kr. 10,00 kr.
Mínútuverð: Hringt til útlanda49,00 kr. 69,00 kr.
SMS22,00 kr. 22,00 kr.
VerðflokkurFlokkur 3Flokkur 4Flokkur 5
Startgjald10,00 kr. 10,00 kr. 10,00 kr.
Mínútuverð: Hringt til útlanda79,00 kr. 89,00 kr. 199,00 kr.
SMS22,00 kr. 22,00 kr. 22,00 kr.
Útlandapakki: Hringt til útlanda

Skráðu þig í útlandapakkann til að hringja til útlanda á lægra verði.
Innifalið: Ótakmarkaðar mínútur og SMS í erlenda heimasíma og farsíma.
Ef þú ert í áskrift skráir þú þig í Útlandapakkann í Nova appinu undir Stóllinn eða í þjónustuveri Nova í síma 519 1919.
Ef þú ert í frelsi þá kaupir þú Útlandaáfyllingu undir Fyllt´ann í Nova appinu eða nova.is.

Útlandapakki, frelsi og áskrift790 kr.pr. mán

Gildir þegar hringt er til: Andorra, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Japan, Kanada, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um þjónustu Nova og geta tekið breytingum. Allar breytingar verða kynntar með minnst 30 daga fyrirvara á www.nova.is. Öll verð á vef og í auglýsingum eru birt með fyrirvara um villur.

Almennir skilmálar
Sá sem nýtur þjónustu Nova skuldbindur sig til þess að hlíta þeim skilmálum sem gilda um notkun þjónustu fyrirtækisins á hverjum tíma.

Þjónusta Nova eru eingöngu ætluð til notkunar í farsíma og netbúnað viðskiptavina. Nova áskilur sér rétt til að loka fyrir notkun tiltekins númers ef í ljós kemur að númerið er notað með sviksamlegum hætti t.d. nýtt í vélar og tæki með sjálfvirkum hætti.

Nova ber hvorki ábyrgð á beinu né óbeinu tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna innihalds- eða niðritíma þjónustunnar.

Nova hefur ekki eftirlit með eða ber ábyrgð á innihaldi efnis sem sótt er á Internetið. Öll notkun, framleiðsla og vinnsla með efni sem fengið er af Internetinu er á ábyrgð viðskiptavinar.

Ef í ljós kemur að notkun felur í sér misnotkun á búnaði eða þjónustu Nova áskilur Nova sér rétt til að synja viðskiptavini um þjónustu, ýmist um stundarsakir eða til frambúðar.

Brot á skilmálum Nova getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.

Númeraflutningur
Viðskiptavinir sem velja að flytja símanúmerið sitt frá öðru símafyrirtæki til Nova verða að vera rétthafar þess símanúmers sem flutt er.

Viðskiptavinir sem velja að flytja símanúmer sitt frá Nova til annars farsímafyrirtækis verða að gæta þess að ekki sé skuld á símanúmerinu. Fyrirtæki sem gert hefur samning um þjónustu við Nova til ákveðins tíma getur ekki flutt símanúmer frá Nova á samningstímanum.

Númeraflutningur fer að öllu leyti eftir reglum Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 617/2010 um númera- og þjónustuflutning.

Greiðandi þjónustunnar er viðskiptavinur Nova og rétthafi
Viðskiptavinur Nova er sá sem skráður er greiðandi þjónustunnar. Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir búnaði, greiðslum og allri notkun. Hjá Nova er greiðandi símanúmersins jafnframt rétthafi númersins.

Viðskiptavinur getur valið að skrá annan aðila sem notanda þjónustunnar. Slík skráning felur ekki í sér framsal á réttindum og skyldum samkvæmt samningnum.

Viðskiptavinur skal gæta þess að lykilorð og/eða aðgangsorð er tengjast þjónustunni komist ekki í hendur rangra aðila, t.a.m. PIN/PUK símkortsins, leyninúmer talhólfsins og aðgangur að Stólnum, þjónustusíðum á netinu. Öll notkun á þjónustunni er á ábyrgð viðskiptavinarins.

Ef viðskiptavinur glatar símkorti er mikilvægt að hann tilkynni slíkt tafarlaust til Nova. Hægt er að tilkynna um týnt/glatað símkort hjá þjónustuveri Nova í síma 519 1919 allan sólarhringinn.

Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að virkja lykilorð talhólfs. Lykilorði er ætlað að varna því að óviðkomandi aðili geti hlustað á skilaboð sem geymd eru í talhólfinu. Lykilorði Stólsins er ætlað að varna því að óviðkomandi aðili geti skoðað sundurliðaða notkun númersins á netinu.

Tilkynningar frá Nova til viðskiptavinar eru sendar með tölvupósti á það netfang sem viðskiptavinur hefur tilgreint.

Óski viðskiptavinur eftir því að gera breytingar á þjónustunni ber honum að tilkynna Nova um þær skriflega með því að senda tölvupóst á netfangið nova@nova.is eða með því að tilkynna breytingar í verslunum Nova.

Nova áskilur sér rétt til að senda viðskiptavini SMS og fréttabréf með tölvupósti. Viðskiptavinur getur þó afþakkað þjónustuna.

Skilaboð
Nova hefur ekki eftirlit með og ber ekki ábyrgð á innihaldi skilaboða sem viðskiptavinur móttekur eða sendir.

Númerabirting og númeraleynd/leyninúmer
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að símtækið sé rétt stillt fyrir númerabirtingu og númeraleynd. Ekki er um númeraleynd að ræða þegar hringt er í Neyðarlínuna, 112.

Leyninúmer kemur ekki í veg fyrir að símanúmer viðskiptavinar birtist á skjá þess síma sem hringt er í.

Þjónustuþættir með greiðsluháðu innihaldi
Nova ber ekki ábyrgð á innihaldi efnis sem viðskiptavinur kaupir af þriðja aðila.

Tilboð á farsímum og netbúnaði
Eingöngu er hægt að vera með eitt tilboð í gangi í einu. Frí símnotkun sem fylgir farsímum og frí netnotkun sem fylgir netbúnaði fellur úr gildi sé nýtt tilboð keypt.

Netþjónusta
Uppsetning á hugbúnaði er ávallt á ábyrgð viðskiptavinar og ber Nova því ekki ábyrgð á tjóni sem notkun eða uppsetning kann að valda, hvort sem hún á sér stað í gegnum síma, tölvu eða á annan hátt.

Viðskiptavini er óheimilt að hýsa eða dreifa efni sem brýtur í bága við lög, reglur eða almennt velsæmi.

Til að tryggja öryggi í gagnaflutningum áskilur Nova sér rétt til að loka fyrir þjónustuna um stundarsakir eða til frambúðar, fari gagnamagn yfir skilgreind öryggismörk þjónustuleiðar hverju sinni.

Netnotkun miðast við bæði innlent og erlent gagnamagn, sótt og sent. Innifalin notkun á aðeins við um notkun innanlands, ávallt er sérstaklega greitt fyrir notkun erlendis.

Í netþjónustu (3G/4G) - áskrift er lokað er fyrir netnotkun erlendis, en hægt að fá opnað fyrir notkun í útlöndum sé þess óskað. Lokað er fyrir símaþjónustu á símkortum fyrir netþjónustu Nova, en hægt er að fá opnað fyrir þjónustuna í áskrift sé þess sérstaklega óskað.

Innifalið í Ljósleiðara Nova, ótakmarkað, er öll almenn netnotkun fyrir heimili. Nova áskilur sér rétt til að takmarka eða loka þjónustu ef notkun viðskiptavinar felur í sér óeðlilegt álag, sem hefur neikvæð áhrif á upplifun annara viðskiptavina af þjónustunni.

Við uppsögn á Ljósleiðara skal viðskiptavinur skila netbeini sem hann er með á leigu. Ef netbeini er ekki skilað er mánaðargjald fyrir leigu rukkað í 3 mánuði og ef netbeini er enn ekki skilað innan 3 mánaða frá uppsögn greiðist skilagjald.

Fastlína
Kaupleiga búnaðar í fastlínu er bindandi til 18 mánaða í áskrift. Búnaður er eign Nova þar til að hann hefur verið greiddur að fullu.

Viðskiptavinur getur sagt samningnum upp áður en 18 mánuðir eru liðnir en greiðir þá uppsagnargjald skv. verðskrá, auk eftirstöðva kaupleigu.

Nova áskilur sér rétt til að rifta samningi án fyrirvara ef um er að ræða verulegar vanefndir eða brot á almennum skilmálum og greiðir viðskiptavinur þá uppsagnargjald auk eftirstöðva af kaupleigu.

Greiðsluskilmálar
Um gjald fyrir fjarskiptaþjónustu, sem og aðra þjónustu Nova, fer samkvæmt verðskrá sem Nova gefur út og er aðgengileg á vefsíðu Nova, www.nova.is. Upplýsingar um verðskrá má einnig fá hjá þjónustuveri Nova í síma 519 1919.

Notkun sem fylgir tilboðum og símatilboðum í áskrift gildir eingöngu innan mánaðar. Ef innifalin notkun er ekki fullnýtt innan mánaðar falla eftirstöðvarnar niður. Innifalin notkun er eingöngu ætluð til notkunar á þjónustu innanlands.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslum til Nova vegna notkunar sem á sér stað á fjarskiptaþjónustu eða búnaði, óháð því hvort viðskiptavinur hefur heimilað notkun eða ekki. Glati viðskiptavinur símkorti, eða því er stolið, ber viðskiptavini að tilkynna Nova um það tafarlaust. Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir allri notkun á símkortinu þar til slík tilkynning hefur borist Nova.

Nova sendir kröfu rafrænt í heimabanka viðskiptavinar gegn vægu gjaldi. Nova sendir ekki reikninga á pappírsformi. Nova getur krafist þess að viðskiptavinur framvísi sérstökum tryggingum fyrir greiðslur vegna notkunar á þjónustu Nova, t.a.m. með kreditkorti.

Nova getur ákveðið að gjaldfella reikning viðskiptavinar, þrátt fyrir að eindagi reiknings sé ekki runninn upp, sé um notkun að ræða sem er yfir viðmiðunarmörkum, 50.000 kr.

Einungis er hægt að greiðsludreifa tæki ef greitt er með kreditkorti. Allir greiðslusamningar eru framseldir til Borgunar hf. Notkun viðskiptavinar er jafnframt gjaldfærð á kreditkort.

Nova leitast við að birta upplýsingar um sundurliðaða notkun á Stólnum á nova.is. Nova ábyrgist ekki að notkun verði alltaf og skilyrðislaust birt. Markmið Nova er að birta notkunarupplýsingar innanlands innan tveggja klukkustunda og notkun erlendis innan tveggja daga frá notkun. Nova útilokar ekki að tafir geti orðið á birtingu sundurliðaðrar notkunar.

Viðskiptavini ber að fylgjast með reikningi sínum og skal hann láta Nova vita tafarlaust ef hann telur um rangfærslur að ræða. Tilkynni viðskiptavinur ekki um rangar upplýsingar eða hugsanlegar rangfærslur fyrir eindaga hvers reiknings telst reikningur samþykktur.

Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð. Gjalddagi reikninga er sá sami og eindagi, annan virka dag mánaðarins. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga reiknast dráttarvextir til greiðsludags eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

Nova lokar fyrir farsímaþjónustu hafi reikningur ekki verið greiddur mánuði eftir eindaga. Lokað er fyrir netþjónustu hafi reikningur ekki verið greiddur á eindaga. Nova áskilur sér rétt til að senda reikninga til þriðja aðila til frekari innheimtu. Ekki er lokað fyrir símtöl í 112, Neyðarlínuna, þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir úthringingar.

Nova er heimilt að innheimta gjald fyrir lokun fjarskiptaþjónustu, auk þess sem Nova er heimilt að innheimta gjald fyrir útskrift innheimtuseðla og afhendingu kröfunnar til innheimtufyrirtækis. Þegar krafa hefur verið send frá Nova til innheimtufyrirtækis ber viðskiptavini að greiða kröfu hjá viðkomandi innheimtufyrirtæki. Nova getur synjað viðskiptavini um frekari þjónustu vegna vanskila. Nova áskilur sér rétt til að eyða gögnum viðskiptavinar ef vanskil hans hafa varað samfellt í 3 mánuði.

Nova áskilur sér rétt til að breyta þeim fjárhæðum sem tilgreindar eru í skilmálum í samræmi við þróun vísitölu.

Verðskrá fyrir farsímanotkun erlendis tekur mið af meðalgengi Seðlabanka Íslands frá 1.mars, 1.apríl og 1.maí 2016.

Óski viðskiptavinur eftir því að framselja samning sinn við Nova til þriðja aðila ber honum að senda skriflega beiðni þess efnis til Nova. Nýr greiðandi skuldbindur sig til að greiða fyrir alla notkun sem hefur átt sér stað á númerinu og enn er ógreidd, þegar framsal á sér stað.

Frelsi
Gildistími frelsisáfyllinga er breytilegur, 30 eða 90 dagar. Tilboðsáfyllingar og áfyllingar sem fylgja símatilboðum gilda í 30 daga. Ef inneign hefur ekki verið fullnýtt innan gildistímans falla eftirstöðvar hennar niður. Hægt er að endurheimta inneign sem fallið hefur úr gildi með því að kaupa nýja áfyllingu innan 30 daga frá því hún rann út, gildir þó ekki fyrir tilboðsáfyllingar né áfyllingar sem fylgja símatilboðum.

Gagnaáfyllingar, netið í símann og internet, gilda í 30 daga og framlengjast ekki þegar keypt er ný.

Inneignir sem fylgja símatilboðum gilda eingöngu fyrir símaþjónustu hjá Nova en ekki við kaup á þjónustu hjá þriðja aðila og styrktarnúmer.

Kaupa þarf áfyllingu á 3 mánuða fresti til að halda númerinu opnu fyrir úthringingar. Ef engin inneign er keypt í 12 mánuði er númerið gert óvirkt. Ef ekki hefur verið fyllt á netþjónustu - frelsi í 12 mánuði er lokað fyrir númerið, kaupa þarf inneign til að opna fyrir númerið aftur. Ef engin inneign er keypt í 12 mánuði er númerið gert óvirkt.

Verði til skuld hjá viðskiptavini í frelsisþjónustu vegna notkunar erlendis er Nova heimilt að krefjast greiðslu eftir á með því að skuldajafna frelsisinneign viðskiptavinar á móti skuldinni. Ef inneignin dugar ekki, er sendur greiðsluseðill fyrir því sem upp á vantar þar til skuldin er að fullu greidd.

Þjónustusamningur
Þjónustusamningur er bindandi 6 mánaða samningur í áskrift í netþjónustu hjá Nova.

Viðskiptavinur getur sagt samningnum upp áður en 6 mánuðir eru liðnir en greiðir þá uppsagnargjald skv. verðskrá, auk mánaðargjalds og notkunar fyrir þann tíma sem liðinn er af samningnum.

Nova áskilur sér rétt til að rifta samningi án fyrirvara ef um er að ræða verulegar vanefndir eða brot á almennum skilmálum og greiðir viðskiptavinur þá uppsagnargjald þjónustusamnings auk mánaðargjalds og notkunar.Þjónustusamningur í 3G/4G netþjónustu er bindandi fyrir 50 GB, 100 GB, 250 GB og 500 GB þjónustuleiðir og ekki hægt að skipta í aðra þjónustu á tímabilinu.

Sé netbúnaði greiðsludreift þá greiðir viðskiptavinurinn búnaðinn að fullu þó svo þjónustusamningi við Nova sé sagt upp. Áskrift heldur áfram að þjónustusamningi loknum og eftir að greiðslu netbúnaðarins lýkur.

Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgð seljanda gildir í 24 mánuði frá kaupdegi. Ábyrgð tekur til galla og bilana sem fram kunna að koma í tækinu á tilgreindum ábyrgðartíma.

Bilanir sem rekja má til vatns- og rakaskemmda, högg- og hnjaskskemmda, eða hverskonar rangrar meðferðar á tækinu falla ekki undir ábyrgð.

Ekki fellur eðlilegt slit undir ábyrgð. Greining á símtæki fer fram hjá umboðsaðila tækisins.
Ábyrgð fellur niður ef tæki hefur verið opnað af aðila sem ekki hefur til þess tilskilin leyfi framleiðanda. Ábyrgð fellur niður ef við tæki eru notaðir aukahlutir sem ekki eru viðurkenndir af framleiðanda ( t.d. framhliðar, hleðslutæki, loftnet og rafhlöður ).

Uppfærsla hugbúnaðar síma fellur ekki undir ábyrgð nema bilun megi beinlínis rekja til hans.

Nova ábyrgist ekki afritun gagna og er viðskiptavini gert að afrita gögn svo sem myndir, símanúmer o.fl. áður en sími er settur í viðgerð.

Ef skoðun leiðir í ljós að tæki reynist ekki í ábyrgð fær viðskiptavinur upplýsingar um það í SMS skeyti eða í tölvupósti frá Nova þar sem áætlaður kostnaður við viðgerð er tilgreindur, reynist tækið viðgerðarhæft. Viðskiptavinur hefur allt að 30 daga til að ákveða hvað skuli vera gert við tækið. Eftir það áskilur Nova sér rétt til að ráðstafa tækinu í endurvinnslu.

Lánstæki - skilmálar
Nova mun reyna að útvega viðskiptavini lánstæki til leigu á meðan viðgerð stendur.

Ef lánstæki er ekki skilað innan 7 daga frá verklokum verður það gjaldfært á kreditkort eða reikningur sendur í heimabanka viðskiptavinar. Þetta á einnig við um ef engin svör berast frá viðskiptavini vegna kostnaðar á viðgerð. Verði skemmdir á lánstæki þarf viðskiptavinur að greiða þá viðgerð . Ef tækið er ekki viðgerðarhæft, tapast eða er dæmt ónýtt ber viðskiptavini að greiða það að fullu.

Það er á ábyrgð viðskiptavinar að hreinsa út gögn af lánstæki áður en því er skilað aftur til Nova. Nova áskilur sér rétt til að ráðstafa tæki í endurvinnslu sé það ekki sótt úr viðgerð innan 30 daga.

Lánshæfismat
Nova getur við frágang samnings um þjónustu eða síðar gert mat á lánshæfi viðskiptavinar. Er Nova heimilt í þeim tilgangi að afla upplýsinga hjá óháðum aðilum á sviði lánshæfismats eða úr gagnagrunnum um vanskil. Nova áskilur sér rétt til að synja aðila um fjarskiptaþjónustu sé hann á vanskilaskrá.

Uppsögn
Báðir aðilar geta sagt upp þjónustu, svo fremi að ekki séu í gildi sérákvæði um uppsögn í samningi aðila. Uppsögn skal vera skrifleg og gerð með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og miðast uppsögn við mánaðamót, nema kveðið sé á um annað í samningi aðila.

Ef viðskiptavinur hefur greiðsludreift farsíma eða netbúnaði á tilboði getur hann ýmist greitt eftirstöðvar eða haldið óbreyttum afborgunum ef til uppsagnar þjónustu kemur. Möguleikar til að halda óbreyttum afborgunum miðast þó við að viðskiptavinur hafi verið með virkt númer hjá Nova í að minnsta kosti 30 daga.

Viðskiptavinur fær ekki frelsisinneign endurgreidda við uppsögn eða ónýtta símnotkun (afslætti) í áskrift.

Viðskiptavinur hefur eins mánaðar uppsagnarfrest áður en breytingar á skilmálum Nova taka gildi, nema þar sem önnur ákvæði í samningum aðila gilda.

Vanskil viðskiptavinar geta leitt til gjaldfellingar samnings við Nova.

Lokunarréttur
Ef upp koma verulegar vanefndir viðskiptavinar á skuldbindingum samkvæmt samningi er Nova heimilt að rjúfa síma- og/eða nettengingu viðskiptavinar eða takmarka möguleika viðskiptavinarins til að notfæra sér þjónustuna.

Gæða- og þjónustustig
Viðskiptavinur getur ekki krafið Nova um bætur vegna tjóns, beins eða óbeins, vegna sambandsleysis, rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annarra ástæðna, sbr. 40. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti.

Meðhöndlun persónuupplýsinga
Ítrasta öryggis er gætt í meðferð persónuupplýsinga.

Skilmálar Nova um meðhöndlun persónuupplýsinga útskýra hvernig Nova safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsingar viðskiptavina sinna. Markmið skilmála þessara er að tryggja að meðhöndlun Nova á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 81/2003 um fjarskipti og ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Söfnun persónuupplýsinga
Í fjarskipta- og upplýsingakerfum Nova safnast saman upplýsingar um viðskiptavini Nova þegar þeir:
Kaupa vöru eða þjónustu frá Nova eða umboðsmönnum Nova.
Skrá sig fyrir vöru eða þjónustu Nova (t.d. heimilisfang, símanúmer og netfang).
Skrá sig fyrir móttöku á upplýsingum eða upplýsingaþjónustu hjá Nova.
Óska eftir frekari upplýsingum, þjónustu eða bera fram ábendingar eða kvartanir. Taka þátt í leikjum, keppnum eða könnunum á vegum Nova.
Nota fjarskiptanet og þjónustu Nova.
Heimsækja og vafra um netsíður Nova (www.nova.is, m.nova.is og Nova app) eða tengdar síður.

Mögulega eru vistuð gögn um viðskiptavini Nova frá öðrum fyrirtækjum eða stofnunum, svo sem vegna símaskrárupplýsinga og lánstrausts.

Nova kann að nota svokölluð "cookies" og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um hvernig viðskiptavinir Nova nota heimasíður Nova. Gerir þetta Nova kleift að hanna vefsíður sínar þannig að þær gagnist viðskiptavinum Nova sem best.

Persónulegar upplýsingar sem eru geymdar hjá Nova
Það fer eftir því um hvaða þjónustu ræðir en persónuupplýsingar sem geymdar eru í kerfum Nova geta verið, en þurfa ekki að takmarkast við, eftirfarandi:
Nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang.
Bankaupplýsingar, svo sem kredit-/debet-kortaupplýsingar.
Upplýsingar er varða sýndan áhuga viðskiptavinar á þjónustu eða upplýsingar um áhugamál ef viðskiptavinur hefur upplýst um slíkt eða þegar Nova metur það út frá notkun viðskiptavinar.
Samskipti viðskiptavinar við Nova, svo sem símtöl/tölvupóstar/beiðnir til þjónustuvers/þjónustufulltrúa Nova eða önnur samskipti við fyrirtækið eða tengda aðila.
Upplýsingar um viðskipti viðskiptavinar við Nova, svo sem tegund þjónustu, vörukaup, reikningssögu, reikningsupphæðir, skuldastöðu, áfyllingarsögu og önnur atriði sem tengjast reikningi viðskiptavinar.
Símanúmer þeirra sem viðskiptavinur á samskipti við, þ.e. símtöl/sms/mms.
Netnotkun viðskiptavinar, þ.e. hvaða vefsíður viðskiptavinur fer inn á og hvernig viðskiptavinur notar heimasíður Nova.
Dagsetningar, tímasetningar og lengd/magn símtala/sms/mms/netnotkunar viðskiptavinar, ásamt nálgun á staðsetningum þegar þessi fjarskipti eiga sér stað.
Talskilaboð til viðskiptavina Nova í talhólfakerfi.
Kerfisupplýsingar sem tengjast viðskiptavini, svo sem tæknilegar merkjasendingar, bilanir/kerfisatvik og tímasetningar þeirra.
Hvernig persónulegar upplýsingar eru notaðar hjá Nova
Persónulegar upplýsingar um viðskiptavini eru mögulega notaðar í neðangreindum tilvikum:
Til að veita eða afhenda þá þjónustu og/eða vöru sem viðskiptavinur hefur keypt af Nova og veita viðskiptavini upplýsingar um stöðu á afhendingu vöru og framkvæmd þjónustu.
Til að upplýsa viðskiptavin um nýjar vörur Nova eða þjónustu.
Til að upplýsa viðskiptavin um breytingar á þjónustu eða viðskiptaskilmálum.
Til að bjóða viðskiptavini tilboð, nýja þjónustu eða þjónustubreytingu sem byggist á því hvernig viðskiptavinur notar þjónustu Nova, þ.m.t. hringi-/sms-/mms-/net-notkunarmynstur og staðsetningu.
Til að reikningsfæra viðskipti viðskiptavinar.
Til að svara fyrirspurnum viðskiptavinar.
Til að upplýsa um tilboð annarra fyrirtækja, sem Nova hefur hlutast til um að veiti viðskiptavinum Nova sérstök tilboð.
Til að greina hvernig viðskiptavinir Nova nota þjónustu og vörur Nova og í hve miklu magni, til þess m.a. að stuðla að auknu vöruframboði og hagkvæmni fyrirtækisins.
Til að framkvæma rannsóknir, tölfræðisamantektir og til þess að fylgjast með notkun tæknikerfa Nova - en án þess að upplýsingar séu persónugreinanlegar.
Við athugun á skuldastöðu viðskiptavinar, svo sem hjá aðilum sem halda utan um slíkar upplýsingar og hafa með höndum innheimtu krafna.
Til að vernda fjarskipta- og tæknikerfi Nova, svo sem til að stuðla að ekki komi til hnökra eða truflunar á fjarskiptaumferð, t.d. á álagstímum.
Til að vinna gegn ólögmætri háttsemi og til að bæta tjón.
Til þess að veita opinberum aðilum upplýsingar, þó aðeins í þeim tilvikum þar sem skylda hvílir á Nova að verða við slíkri beiðni lögum samkvæmt.

Gögn um viðskiptavini Nova eru geymd þar til Nova telur ekki lengur ástæðu til. Hins vegar eru gögn sem varða notkun, þ.e. símtöl/sms/mms/nettnotkun/tæknikerfi aðeins geymd svo lengi sem lög og reglur mælar fyrir um, sem eru 6 mánuðir í öllum almennum tilvikum.

Nova getur í ákveðnum tilvikum afhent persónuupplýsingar til utanaðkomandi aðila
Persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini Nova kann að vera dreift til annarra fyrirtækja eða opinberra aðila, svo sem:
Til fyrirtækja sem vinna með Nova að framfylgni innheimtu, svo sem varðandi lánstraust eða skuldastöðu. Í þeim tilvikum er þó aðeins um að ræða reikningstengdar upplýsingar, svo sem um ákveðin viðskipti, skuldastöðu og skuldasögu. Komi til þessa undirgangast þessir aðilar trúnaðarskyldur vegna þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru.
Til lögregluembætta og dómstóla.
Til Neyðarlínunnar (112).

Nova áskilur sér rétt til þess að færa upplýsingar um viðskiptavini sína yfir í annað félag ef Nova verður hluti þess félags, svo sem við sameiningu eða sölu fyrirtækisins.

Trúnaður og vernd upplýsinga
Starfsmenn Nova undirrita reglulega trúnaðaryfirlýsingar og eru bundnir trúnaði um vitneskju og störf sín hjá Nova. Trúnaðarskylda hvílir á starfsmönnum, þrátt fyrir að látið sé af starfi hjá Nova. Brot á trúnaði varða brottrekstri og mögulega afskiptum lögreglu. Nova einsetur sér að framfylgja reglum um vernd og öryggi upplýsinga og hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum sem fylgja því eftir að gögn um viðskiptavini Nova séu örugglega varin og komist ekki í hendur annarra en þeirra sem nauðsynlega þurfa að vinna með þau.

Viðskiptaskilmálar
Hið selda er eign seljanda þar til tækið hefur verið greitt að fullu. Raðgreiðslusamningar, reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.

Hægt er að skila vörunni innan 14 daga frá því hún var keypt, velja nýja eða fá vöruna endurgreidda, sé hún í upprunalegum umbúðum og upprunalegu ástandi. Eftir þann tíma getur viðskiptavinur komið og skipt vöru eða fengið inneignarnótu að sömu upphæð og greitt var fyrir vöruna.

Sé kaupsamningi rift verður sú símnotkun (afsláttur í áskrift/inneign í frelsi) sem viðskiptavinur hefur fengið, reiknaður inn í uppgjörið.

Appið
Til að virkja Nova vinir í Nova appinu þurfum að fá samþykki þitt fyrir því að fá aðgang að símaskránni þinni.Hún er borin saman við viðskiptavinalista Nova svo við getum sýnt þér hverjir eru hjá Nova og hverjir ekki.

Ágreiningur og lögsaga
Um samning aðila gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum er heimilt að vísa þeim ágreiningi til úrskurðar Póst- og fjarskiptastofnunar. Ágreiningsmál vegna samningsaðila skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda nema annað sé tekið fram í gildandi verðskrám Nova og reglum fyrir hverja þjónustu sem Nova býður upp á.