nav-trigger
navigateupTil baka

Ferðapakki

Þú í útlöndum

Við mælum með Ferðapakkanum fyrir fólk á ferð og flugi!

Þú borgar minna fyrir að nota farsímann í útlöndum ef þú ert með Ferðapakka áfyllingu og þá sérstaklega fyrir netið í símann.

Innifalið í áfyllingunni eru ótakmarkaðar mínútur, SMS og netið í símann 500 MB á dag. Þú getur því googlað eins og þú vilt, fylgst með tölvupóstinum, Facebook og snappað áhyggjulaust í fríinu og viðskiptaferðinni.

Ferðapakkinn gildir þegar ferðast er til Evrópu (EU lönd), USA og Kanada. Utan þessara landa gildir almenn verðskrá Nova fyrir notkun erlendis.

Eingöngu er greitt daggjald fyrir þá daga sem síminn er notaður í útlöndum.

Ef þú ert í áskrift skráir þú þig í Ferðapakkann í Nova appinu undir Stóllinn eða í þjónustuveri Nova í síma 519 1919.

Ef þú ert í frelsi þá kaupir þú Ferðapakkaáfyllingu undir Fyllt´ann í Nova appinu eða á Nova.is

Gildir í þessum löndum: Bandaríkin (USA), Kanada, Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Færeyjar, Finnland, Frakkland, Grikkland, Grænland, Holland, Írland, Ítalía, Jersey, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.


Daggjald690 kr.dagurinnNetið í símann 500 MBinnifalið í daggjaldiStartgjald: Hringt til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.pr. símtalMínútuverð: Hringt til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.mín.Mínútuverð: Móttekið símtal í löndum í ferðapakka 0 kr.mín.SMS: Sent til Íslands og landa í ferðapakka0 kr.skeytiðSé hringt til lands / sent SMS í hærri verðflokki gildir sú verðskrá, sjá hér. Netið í símann pakkar gilda ekki erlendis.Ef þú klárar 500 MB innifalið gagnamagn þá kemur nýr dagur í áskrift en í frelsi er tekið af inneign fyrir netnotkun.

Þú greiðir ekki fyrir símtöl og SMS til Íslands, innan viðkomandi lands og landa í Ferðapakkanum. Sé hringt til lands eða sent SMS í hærri verðflokki gildir verðskrá þess lands.

Ferðapakki