Farsímaþjónusta
Ferðapakki
Ferðapakki
Netið í símann 500 MB á dag
Ótakmörkuð símtöl og SMS
990 kr.
/ á dag
Ferðapakki
Hvar skrái ég mig í Ferðapakka?
Í áskrift skráir þú þig í Ferðapakkann með því að smella hér. Þú getur líka kveikt á Ferðapakkanum í Nova appinu undir Stóllinn/Stillingar. Í frelsi færðu þér áfyllingu á nova.is eða í Nova appinu.
Hvenær greiði ég daggjald?
Áskrift: Eingöngu greitt daggjald fyrir þá daga sem síminn er notaður í útlöndum. Ef innifalið gagnamagn klárast fyrir miðnætti bætast við önnur 500 MB skv. verðskrá.
Frelsi: Þegar þú ferð til útlanda virkjast Ferðapakkinn í frelsi við fyrstu notkun og gildir í 24 tíma. Ef 500 MB klárast innan dagsins byrjar nýr pakki að telja.
Innifalið í daggjaldi eru símtöl og SMS til Íslands og innan viðkomandi lands þar sem þú ert. Sé hringt til annarra landa eða sent SMS gildir almenn verðskrá yfir notkun erlendis.
Hvað ef ég klára innifalin 500 MB?
Áskrift: Ef innifalið gagnamagn klárast fyrir miðnætti bætast við önnur 500 MB skv. verðskrá.
Frelsi: Ef 500 MB klárast innan dagsins byrjar nýr pakki að telja. Ferðapakkinn í frelsi virkjast við fyrstu notkun og gildir í 24 tíma.
Í hvaða löndum get ég notað Ferðapakka?
Almennt er innifalið að nota farsímann í Evrópu (EES) en við mælum með Ferðapakkanum þegar ferðast er til þessara landa: Bandaríkin (USA), Bosnía Hersegóvína, Grænland, Hong Kong, Hvíta Rússland, Indónesía, Ísrael, Japan, Kanada, Kína, Moldavía, Serbía, Singapúr, Sviss, Rússland, Taívan, Tyrkland, Taíland og Úkraína.
Ef þú ert að fara til Evrópu (EES) þá fylgir frelsi hjá Nova að þú greiðir ekki fyrir símtöl og SMS til Íslands, innan viðkomandi lands og landa í Evrópu (EES). Þá gildir einnig hluti netáfyllinga í Evrópu. Í frelsi getur verið hentugt að vera með Ferðapakka þegar ferðast er til Evrópu (EES), sérstaklega fyrir netið í símann því Ferðapakkanum fylgir 500 MB netnotkun á dag.
Hvar get ég fylgst með notkuninni minni?
Í Nova appinu getur þú fylgst með notkun þinni í Ferðapakkanum, einnig hve mikið gagnamagn er innifalið í Evrópu (EES) og séð hversu mikið þú ert búinn að nota af netinu erlendis. Þú getur kveikt og slökkt á Ferðapakkanum í áskrift og keypt Ferðapakka áfyllingu í frelsi.